Erlent

Fyrsti kvenforseti Króatíu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kolinda Grabar-Kitarovic
Kolinda Grabar-Kitarovic vísir/ap

Kolinda Grabar-Kitarovic er nýr forseti Króatíu eftir að hún hafði betur gegn sitjandi forseta, Ivo Josipovic. Hún er jafnframt fyrsti kvenforsetinn í sögu landsins.

Afar mjótt var á mununum en Grabar-Kitarovic hlaut fimmtíu prósent atkvæða og Josipovic prósenti minna. Í fyrri umferðinni, sem fram fór í desember, hlaut Josipovic 38% en nýi forsetinn 37%. Úrslitin koma nokkuð á óvart en lagasérfræðingurinn og klassíska tónskáldið Josipovic þótti afar vinsæll forseti.

Hin 46 ára Grabar-Kitarovic var á árunum 2003 til 2008 ráðherra í ríkisstjórn Króatíu. Fyrst sem Evrópumálaráðherra en síðar sat hún í stóli utanríkisráðherra.

Króatía er nýjasti meðlimur Evrópusambandsins eftir að hafa gengið í það árið 2013. Niðurstöður kosningarinnar benda til þess að íbúar landsins séu að sveiflast meira til hægri og frá núverandi ríkisstjórn. Þingkosningar munu fara fram í landinu síðar í ár og er talið líklegt að málefni er tengjast efnahaglandsins og atvinnumálum verði efst á baugi en um 20% Króata eru atvinnulausir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.