Fáfræði, fordómar og foræðishyggja komi í veg fyrir UFC á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2015 00:24 Gunnar Nelson hefur verið afar sigursæll í blönduðum bardagalistum. Vísir/Getty „Greinilega troðfullt á pöllunum þarna á heimsmeistaramótinu í handbolta,“ segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir Gunnars Nelson. Haraldur er ósáttur með stefnu RÚV og þann hrikalega mismun sem hann segir íþróttagreinar fá hjá ríkisfjölmiðlinum.Íslenska karlalandsliðið steinlá sem kunnugt er fyrir Svíum í fyrsta leik sínum á HM í Katar í kvöld. Athygli vakti hve fáir áhorfendur voru í keppnishöllinni sem tekur um 7500 áhorfendur. Haraldur greip boltann á lofti og birti myndir frá minniháttar keppnum á vegum UFC en Gunnar keppir sem kunnugt er í bardögum á vegum UFC. Post by Haraldur Dean Nelson. Á myndunum má sjá mun fleiri áhorfendur en á landsleiknum í kvöld og bendir Haraldur á að um vikulegar viðburði sé að ræða, ekki stórmót á borð við heimsmeistaramót.Sjá einnig:ÍSÍ hefur ekki áhuga á okkur Haraldur segir í opinni færslu á Facebook að fólk megi ekki misskilja sig. Hann sé ekki að skjóta á handboltann. Hann hafi sjálfur gaman af handbolta og hafi alltaf haft. „Ég er að tala um stefnu RÚV og þann hrikalega mismun sem íþróttagreinar fá hjá ríkisfjölmiðlinum,“ segir Haraldur. Hinir ýmsu sérfræðingar meti sem svo að blandaðar bardagalistir (MMA) sé ekki „main stream“ þ.e. höfði til mikils fjölda fólks. Greinilegt sé á fjölda áhorfenda á leik Íslands og Svía í Katar hve vinsæl „main stream“ íþrótt handbolti sé.Feðgarnir Haraldur Dean og Gunnar.Vísir/VilhelmGæti haldið UFC-keppni á Íslandi á morgun Töluverð umræða hefur orðið á vegg Haraldar í kjölfar færslunnar. Er hann meðal annars spurður hvort líkur séu á því að UFC-bardagi verður haldinn á Íslandi. Fram hefur komið í máli Haraldur að UFC horfi hingað til lands í þeim efnum. „Ég gæti haldið UFC keppni hérna á morgun ef ekki væri fyrir Effin þrjú,“ segir Haraldur. „Fáfræði, fordóma og foræðishyggju.“ Svo bætir hann við að líklega þyrfti hann grænt ljós frá Dana White, forseta UFC, en það sé líkast til auðfengið. Þá bætir Haraldur við að fljótlega muni ráðast hvenær Gunnar berjist næst í UFC. Okkar maður tapaði sem kunnugt er sínum fyrsta bardaga gegn Rick Story í október síðastliðnum. Gunnar upplýsti í viðtali á dögunum að hann hefði aðeins horft einu sinni á bardagann. Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni í viðtali við Vísi að sjálfsagt væri að menn gengjust undir lyfjapróf í UFC. Jon Jones féll sem kunnugt er á lyfjaprófi á dögunum. Bardaga Gunnars við Rick Story má sjá í spilaranum hér að neðan. Mið-Austurlönd MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina Býst við því að snúa aftur í hringinn í febrúar eða mars. 29. desember 2014 09:16 Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið | Myndband "Ég vona að það verði fleiri og betri próf. Blóðprufur og menn geri þetta að alvöru. Þó svo það sé dýrt þá held ég að það skili sér." 8. janúar 2015 13:00 Gunnar Nelson vinsælastur á Google Bardagakappinn Gunnar Nelson var gríðarlega vinsæll á árinu 2014 en leitað var eftir nafni hans tæplega 53.000 sinnum í leitarvélinni Google á árinu. 18. desember 2014 10:38 Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Gunnar Nelson spenntur fyrir því að berjast í Japan og Brasilíu. 2. janúar 2015 11:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Sjá meira
„Greinilega troðfullt á pöllunum þarna á heimsmeistaramótinu í handbolta,“ segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir Gunnars Nelson. Haraldur er ósáttur með stefnu RÚV og þann hrikalega mismun sem hann segir íþróttagreinar fá hjá ríkisfjölmiðlinum.Íslenska karlalandsliðið steinlá sem kunnugt er fyrir Svíum í fyrsta leik sínum á HM í Katar í kvöld. Athygli vakti hve fáir áhorfendur voru í keppnishöllinni sem tekur um 7500 áhorfendur. Haraldur greip boltann á lofti og birti myndir frá minniháttar keppnum á vegum UFC en Gunnar keppir sem kunnugt er í bardögum á vegum UFC. Post by Haraldur Dean Nelson. Á myndunum má sjá mun fleiri áhorfendur en á landsleiknum í kvöld og bendir Haraldur á að um vikulegar viðburði sé að ræða, ekki stórmót á borð við heimsmeistaramót.Sjá einnig:ÍSÍ hefur ekki áhuga á okkur Haraldur segir í opinni færslu á Facebook að fólk megi ekki misskilja sig. Hann sé ekki að skjóta á handboltann. Hann hafi sjálfur gaman af handbolta og hafi alltaf haft. „Ég er að tala um stefnu RÚV og þann hrikalega mismun sem íþróttagreinar fá hjá ríkisfjölmiðlinum,“ segir Haraldur. Hinir ýmsu sérfræðingar meti sem svo að blandaðar bardagalistir (MMA) sé ekki „main stream“ þ.e. höfði til mikils fjölda fólks. Greinilegt sé á fjölda áhorfenda á leik Íslands og Svía í Katar hve vinsæl „main stream“ íþrótt handbolti sé.Feðgarnir Haraldur Dean og Gunnar.Vísir/VilhelmGæti haldið UFC-keppni á Íslandi á morgun Töluverð umræða hefur orðið á vegg Haraldar í kjölfar færslunnar. Er hann meðal annars spurður hvort líkur séu á því að UFC-bardagi verður haldinn á Íslandi. Fram hefur komið í máli Haraldur að UFC horfi hingað til lands í þeim efnum. „Ég gæti haldið UFC keppni hérna á morgun ef ekki væri fyrir Effin þrjú,“ segir Haraldur. „Fáfræði, fordóma og foræðishyggju.“ Svo bætir hann við að líklega þyrfti hann grænt ljós frá Dana White, forseta UFC, en það sé líkast til auðfengið. Þá bætir Haraldur við að fljótlega muni ráðast hvenær Gunnar berjist næst í UFC. Okkar maður tapaði sem kunnugt er sínum fyrsta bardaga gegn Rick Story í október síðastliðnum. Gunnar upplýsti í viðtali á dögunum að hann hefði aðeins horft einu sinni á bardagann. Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni í viðtali við Vísi að sjálfsagt væri að menn gengjust undir lyfjapróf í UFC. Jon Jones féll sem kunnugt er á lyfjaprófi á dögunum. Bardaga Gunnars við Rick Story má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mið-Austurlönd MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina Býst við því að snúa aftur í hringinn í febrúar eða mars. 29. desember 2014 09:16 Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið | Myndband "Ég vona að það verði fleiri og betri próf. Blóðprufur og menn geri þetta að alvöru. Þó svo það sé dýrt þá held ég að það skili sér." 8. janúar 2015 13:00 Gunnar Nelson vinsælastur á Google Bardagakappinn Gunnar Nelson var gríðarlega vinsæll á árinu 2014 en leitað var eftir nafni hans tæplega 53.000 sinnum í leitarvélinni Google á árinu. 18. desember 2014 10:38 Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Gunnar Nelson spenntur fyrir því að berjast í Japan og Brasilíu. 2. janúar 2015 11:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Sjá meira
Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00
Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina Býst við því að snúa aftur í hringinn í febrúar eða mars. 29. desember 2014 09:16
Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið | Myndband "Ég vona að það verði fleiri og betri próf. Blóðprufur og menn geri þetta að alvöru. Þó svo það sé dýrt þá held ég að það skili sér." 8. janúar 2015 13:00
Gunnar Nelson vinsælastur á Google Bardagakappinn Gunnar Nelson var gríðarlega vinsæll á árinu 2014 en leitað var eftir nafni hans tæplega 53.000 sinnum í leitarvélinni Google á árinu. 18. desember 2014 10:38
Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Gunnar Nelson spenntur fyrir því að berjast í Japan og Brasilíu. 2. janúar 2015 11:30