Handbolti

Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar.

Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að finna leik á stórmóti þar sem íslenska landsliðið skorar svona fá mörk í einum leik á HM, EM eða Ólympíuleikum.

Fyrir leikinn í kvöld hafði íslenska liðið skorað 19 mörk eða fleiri í öllum landsleikjum sínum frá því að liðið tapaði 12-25 á móti Rússlandi í sextán liða úrslitum á HM á Íslandi 1995.

Íslenska liðið hafði í raun aðeins einu sinni mistekist að rjúfa tuttugu marka múrinn á stórmóti á þessum tuttugu árum en það var þegar liðið skoraði "bara" 19 mörk á móti Svíum í fyrsta leik sínum á EM 2008.

Fæst mörk í einum leik á stórmóti frá 1997 til 2015:

16 mörk - Ísland - Svíþjóð 16-24 (HM í Katar 2015)

19 mörk - Ísland - Svíþjóð 19-24 (EM í Noregi 2008)

21 mörk - Ísland - Litháen 21-19 (HM í Kumamoto 1997)

21 mörk - Ísland - Svíþjóð 21-24 (HM í Frakklandi 2001)

21 mörk - Ísland - Frakkland 21-30 (EM í Noregi 2008)

21 mörk - Ísland - Suður-Kórea 21-22 (ÓL í Peking 2008)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×