Verkalýðsleiðtoginn missti 30 kíló á níu mánuðum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 12:36 Vilhjálmur segist finna mikinn mun á heilsunni, eftir lífstílsbreytinguna. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, breytti lífstíl sínum í janúar fyrir ári síðan. Þá þótti honum hann vera orðinn alltof þungur og tók sjálfan sig í gegn. Hann missti 30 kíló á níu mánuðum og segist finna mikinn mun á heilsu sinni nú; hafi aukinn kraft til að sinna þeim mörgu verkefnum sem eru á hans könnu. „Myndin vinstra megin var tekin á blaðamannafundi, þegar við í sérfræðingahópnum um afnám verðtryggingar kynntum afrakstur okkar vinnu. Myndin sló mig, mér fannst ég þurfa að gera eitthvað í mínum málum, leiðrétta forsendubrestinn í kílóunum,“ útskýrir hann í samtali við Vísi. Vilhjálmur vill segja frá sinni sögu í von um að hvetja aðra áfram. „Ég fullyrði að allir geti gert þetta. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“Fór á LKL Vilhjálmur ákvað að taka burtu öll kolvetni úr matarræðinu. „Ég fór á lágkolvetniskúrinn svokallaða. Ég hélt mig undir fimmtíu grömmum af kolvetnum á dag. Ég er búinn að borða sjávarréttarsúpuna frá 1944 mikið. Ostar, beikon, hreint skyr með rjóma og fleira slíkt hefur verið algeng fæða hjá mér auk þess maður var duglegur að narta í harðfiskinn.“ En hvað var það sem þú forðaðist? „Ég lét brauðið vera, forðaðist kartöflurnar, pasta og sykraða drykki. Ég leyfði mér að drekka Pepsi Max, tók það ekkert út. Þessi kúr hentar mér alveg mjög vel og þetta byrjaði eiginlega strax að virka.“ Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðastar, að sögn Vilhjálms. „Þegar maður skar kolvetnin niður fann maður að líkaminn þurfti svolítið að erfiða til að aðlagast.“ Segir Vilhjálmur sem segist samt strax hafa fundið árangur og farið að líða betur, enda ákveðinn í að breyta lífsstílnum.Heilsan mikilvægust Vilhjálmur segir að það sé mikilvægt að vera í góðu formi í því starfi sem hann sinnir, en dagarnir eru oftast fullbókaðir hjá honum. „Maður þarf bara að vera duglegur að finna sér tíma. Ég byrjaði að taka öfluga göngutúra um bæinn og gekk þá í svona klukkustund. Síðan fann ég hvernig þrekið jókst hratt og örugglega. Í dag hleyp ég um fimm til sjö kílómetra á dag.“ Vilhjálmur býr að góðum grunni þegar það kemur að heilsurækt, en hann stundaði knattspyrnu hér á árum áður og varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1977. Hann segir að það fylgi því mikil vellíðan að taka góða æfingu. „Sú tilfinning er algjörlega ómetanleg. Manni líður alveg æðislega.Þetta geta allir „Það er svo mikilvægt að bara byrja, fara af stað, þegar maður ætlar að breyta um lífsstíl,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur áfram, í hvatningartón: „Þegar maður áttar sig á vandamálinu er mikilvægt að fara bara af stað. Þetta getur tekið tíma, en það geta allir breytt lífsstílnum sínum. Ég held að allir sem eru í yfirþyngd „blokki“ vandamálið svolítið út og vilji ekki viðurkenna það. Horfi í aðra átt. Þetta þarf ekki að vera stórt stökk. Eina sem maður þarf er viljinn!“ Vilhjálmur segir að það geti reynst einhverjum erfitt að brjóta upp hversdagsleikann og breyta lífsstílnum þannig að heilsan sé sett í forgang. „En maður verður að gera þetta. Ég er í annríku starfi og þá er enn brýnna að vera í þokkalegu líkamlegu formi. Maður þarf að finna sér tíma til að huga að sjálfum sér, því ef maður passar ekki upp á sjálfan sig gerir það enginn.“ Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, breytti lífstíl sínum í janúar fyrir ári síðan. Þá þótti honum hann vera orðinn alltof þungur og tók sjálfan sig í gegn. Hann missti 30 kíló á níu mánuðum og segist finna mikinn mun á heilsu sinni nú; hafi aukinn kraft til að sinna þeim mörgu verkefnum sem eru á hans könnu. „Myndin vinstra megin var tekin á blaðamannafundi, þegar við í sérfræðingahópnum um afnám verðtryggingar kynntum afrakstur okkar vinnu. Myndin sló mig, mér fannst ég þurfa að gera eitthvað í mínum málum, leiðrétta forsendubrestinn í kílóunum,“ útskýrir hann í samtali við Vísi. Vilhjálmur vill segja frá sinni sögu í von um að hvetja aðra áfram. „Ég fullyrði að allir geti gert þetta. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“Fór á LKL Vilhjálmur ákvað að taka burtu öll kolvetni úr matarræðinu. „Ég fór á lágkolvetniskúrinn svokallaða. Ég hélt mig undir fimmtíu grömmum af kolvetnum á dag. Ég er búinn að borða sjávarréttarsúpuna frá 1944 mikið. Ostar, beikon, hreint skyr með rjóma og fleira slíkt hefur verið algeng fæða hjá mér auk þess maður var duglegur að narta í harðfiskinn.“ En hvað var það sem þú forðaðist? „Ég lét brauðið vera, forðaðist kartöflurnar, pasta og sykraða drykki. Ég leyfði mér að drekka Pepsi Max, tók það ekkert út. Þessi kúr hentar mér alveg mjög vel og þetta byrjaði eiginlega strax að virka.“ Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðastar, að sögn Vilhjálms. „Þegar maður skar kolvetnin niður fann maður að líkaminn þurfti svolítið að erfiða til að aðlagast.“ Segir Vilhjálmur sem segist samt strax hafa fundið árangur og farið að líða betur, enda ákveðinn í að breyta lífsstílnum.Heilsan mikilvægust Vilhjálmur segir að það sé mikilvægt að vera í góðu formi í því starfi sem hann sinnir, en dagarnir eru oftast fullbókaðir hjá honum. „Maður þarf bara að vera duglegur að finna sér tíma. Ég byrjaði að taka öfluga göngutúra um bæinn og gekk þá í svona klukkustund. Síðan fann ég hvernig þrekið jókst hratt og örugglega. Í dag hleyp ég um fimm til sjö kílómetra á dag.“ Vilhjálmur býr að góðum grunni þegar það kemur að heilsurækt, en hann stundaði knattspyrnu hér á árum áður og varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1977. Hann segir að það fylgi því mikil vellíðan að taka góða æfingu. „Sú tilfinning er algjörlega ómetanleg. Manni líður alveg æðislega.Þetta geta allir „Það er svo mikilvægt að bara byrja, fara af stað, þegar maður ætlar að breyta um lífsstíl,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur áfram, í hvatningartón: „Þegar maður áttar sig á vandamálinu er mikilvægt að fara bara af stað. Þetta getur tekið tíma, en það geta allir breytt lífsstílnum sínum. Ég held að allir sem eru í yfirþyngd „blokki“ vandamálið svolítið út og vilji ekki viðurkenna það. Horfi í aðra átt. Þetta þarf ekki að vera stórt stökk. Eina sem maður þarf er viljinn!“ Vilhjálmur segir að það geti reynst einhverjum erfitt að brjóta upp hversdagsleikann og breyta lífsstílnum þannig að heilsan sé sett í forgang. „En maður verður að gera þetta. Ég er í annríku starfi og þá er enn brýnna að vera í þokkalegu líkamlegu formi. Maður þarf að finna sér tíma til að huga að sjálfum sér, því ef maður passar ekki upp á sjálfan sig gerir það enginn.“
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira