Verkalýðsleiðtoginn missti 30 kíló á níu mánuðum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 12:36 Vilhjálmur segist finna mikinn mun á heilsunni, eftir lífstílsbreytinguna. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, breytti lífstíl sínum í janúar fyrir ári síðan. Þá þótti honum hann vera orðinn alltof þungur og tók sjálfan sig í gegn. Hann missti 30 kíló á níu mánuðum og segist finna mikinn mun á heilsu sinni nú; hafi aukinn kraft til að sinna þeim mörgu verkefnum sem eru á hans könnu. „Myndin vinstra megin var tekin á blaðamannafundi, þegar við í sérfræðingahópnum um afnám verðtryggingar kynntum afrakstur okkar vinnu. Myndin sló mig, mér fannst ég þurfa að gera eitthvað í mínum málum, leiðrétta forsendubrestinn í kílóunum,“ útskýrir hann í samtali við Vísi. Vilhjálmur vill segja frá sinni sögu í von um að hvetja aðra áfram. „Ég fullyrði að allir geti gert þetta. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“Fór á LKL Vilhjálmur ákvað að taka burtu öll kolvetni úr matarræðinu. „Ég fór á lágkolvetniskúrinn svokallaða. Ég hélt mig undir fimmtíu grömmum af kolvetnum á dag. Ég er búinn að borða sjávarréttarsúpuna frá 1944 mikið. Ostar, beikon, hreint skyr með rjóma og fleira slíkt hefur verið algeng fæða hjá mér auk þess maður var duglegur að narta í harðfiskinn.“ En hvað var það sem þú forðaðist? „Ég lét brauðið vera, forðaðist kartöflurnar, pasta og sykraða drykki. Ég leyfði mér að drekka Pepsi Max, tók það ekkert út. Þessi kúr hentar mér alveg mjög vel og þetta byrjaði eiginlega strax að virka.“ Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðastar, að sögn Vilhjálms. „Þegar maður skar kolvetnin niður fann maður að líkaminn þurfti svolítið að erfiða til að aðlagast.“ Segir Vilhjálmur sem segist samt strax hafa fundið árangur og farið að líða betur, enda ákveðinn í að breyta lífsstílnum.Heilsan mikilvægust Vilhjálmur segir að það sé mikilvægt að vera í góðu formi í því starfi sem hann sinnir, en dagarnir eru oftast fullbókaðir hjá honum. „Maður þarf bara að vera duglegur að finna sér tíma. Ég byrjaði að taka öfluga göngutúra um bæinn og gekk þá í svona klukkustund. Síðan fann ég hvernig þrekið jókst hratt og örugglega. Í dag hleyp ég um fimm til sjö kílómetra á dag.“ Vilhjálmur býr að góðum grunni þegar það kemur að heilsurækt, en hann stundaði knattspyrnu hér á árum áður og varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1977. Hann segir að það fylgi því mikil vellíðan að taka góða æfingu. „Sú tilfinning er algjörlega ómetanleg. Manni líður alveg æðislega.Þetta geta allir „Það er svo mikilvægt að bara byrja, fara af stað, þegar maður ætlar að breyta um lífsstíl,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur áfram, í hvatningartón: „Þegar maður áttar sig á vandamálinu er mikilvægt að fara bara af stað. Þetta getur tekið tíma, en það geta allir breytt lífsstílnum sínum. Ég held að allir sem eru í yfirþyngd „blokki“ vandamálið svolítið út og vilji ekki viðurkenna það. Horfi í aðra átt. Þetta þarf ekki að vera stórt stökk. Eina sem maður þarf er viljinn!“ Vilhjálmur segir að það geti reynst einhverjum erfitt að brjóta upp hversdagsleikann og breyta lífsstílnum þannig að heilsan sé sett í forgang. „En maður verður að gera þetta. Ég er í annríku starfi og þá er enn brýnna að vera í þokkalegu líkamlegu formi. Maður þarf að finna sér tíma til að huga að sjálfum sér, því ef maður passar ekki upp á sjálfan sig gerir það enginn.“ Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, breytti lífstíl sínum í janúar fyrir ári síðan. Þá þótti honum hann vera orðinn alltof þungur og tók sjálfan sig í gegn. Hann missti 30 kíló á níu mánuðum og segist finna mikinn mun á heilsu sinni nú; hafi aukinn kraft til að sinna þeim mörgu verkefnum sem eru á hans könnu. „Myndin vinstra megin var tekin á blaðamannafundi, þegar við í sérfræðingahópnum um afnám verðtryggingar kynntum afrakstur okkar vinnu. Myndin sló mig, mér fannst ég þurfa að gera eitthvað í mínum málum, leiðrétta forsendubrestinn í kílóunum,“ útskýrir hann í samtali við Vísi. Vilhjálmur vill segja frá sinni sögu í von um að hvetja aðra áfram. „Ég fullyrði að allir geti gert þetta. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“Fór á LKL Vilhjálmur ákvað að taka burtu öll kolvetni úr matarræðinu. „Ég fór á lágkolvetniskúrinn svokallaða. Ég hélt mig undir fimmtíu grömmum af kolvetnum á dag. Ég er búinn að borða sjávarréttarsúpuna frá 1944 mikið. Ostar, beikon, hreint skyr með rjóma og fleira slíkt hefur verið algeng fæða hjá mér auk þess maður var duglegur að narta í harðfiskinn.“ En hvað var það sem þú forðaðist? „Ég lét brauðið vera, forðaðist kartöflurnar, pasta og sykraða drykki. Ég leyfði mér að drekka Pepsi Max, tók það ekkert út. Þessi kúr hentar mér alveg mjög vel og þetta byrjaði eiginlega strax að virka.“ Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðastar, að sögn Vilhjálms. „Þegar maður skar kolvetnin niður fann maður að líkaminn þurfti svolítið að erfiða til að aðlagast.“ Segir Vilhjálmur sem segist samt strax hafa fundið árangur og farið að líða betur, enda ákveðinn í að breyta lífsstílnum.Heilsan mikilvægust Vilhjálmur segir að það sé mikilvægt að vera í góðu formi í því starfi sem hann sinnir, en dagarnir eru oftast fullbókaðir hjá honum. „Maður þarf bara að vera duglegur að finna sér tíma. Ég byrjaði að taka öfluga göngutúra um bæinn og gekk þá í svona klukkustund. Síðan fann ég hvernig þrekið jókst hratt og örugglega. Í dag hleyp ég um fimm til sjö kílómetra á dag.“ Vilhjálmur býr að góðum grunni þegar það kemur að heilsurækt, en hann stundaði knattspyrnu hér á árum áður og varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1977. Hann segir að það fylgi því mikil vellíðan að taka góða æfingu. „Sú tilfinning er algjörlega ómetanleg. Manni líður alveg æðislega.Þetta geta allir „Það er svo mikilvægt að bara byrja, fara af stað, þegar maður ætlar að breyta um lífsstíl,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur áfram, í hvatningartón: „Þegar maður áttar sig á vandamálinu er mikilvægt að fara bara af stað. Þetta getur tekið tíma, en það geta allir breytt lífsstílnum sínum. Ég held að allir sem eru í yfirþyngd „blokki“ vandamálið svolítið út og vilji ekki viðurkenna það. Horfi í aðra átt. Þetta þarf ekki að vera stórt stökk. Eina sem maður þarf er viljinn!“ Vilhjálmur segir að það geti reynst einhverjum erfitt að brjóta upp hversdagsleikann og breyta lífsstílnum þannig að heilsan sé sett í forgang. „En maður verður að gera þetta. Ég er í annríku starfi og þá er enn brýnna að vera í þokkalegu líkamlegu formi. Maður þarf að finna sér tíma til að huga að sjálfum sér, því ef maður passar ekki upp á sjálfan sig gerir það enginn.“
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira