Vegakaflinn Eiði-Þverá opnaður á Vestfjörðum í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2015 10:36 Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Vísir/Egill Sextán kílómetra nýr vegakafli sem liggur frá Eiði í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum verður formlega opnaður síðar í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og fer athöfnin fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vestfjarðavegur (60) sé aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. „Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningunni. Vegurinn er byggður í vegflokki C8, með heildarbreidd 8,0 metra en þar af er slitlag 7,0 metra breitt. Tvær brýr voru byggðar vegna þverana fjarðanna. Brúin á Mjóafirði er 160 metra löng og brúin á Kjálkafirði er 117 metra. Í veginn fóru um 1.600 þ.m3 af efni og í brýrnar fóru um 2.900 m3 af steypu og um 215 tonn af stáli.Mynd/VegagerðinSteypta brúin yfir Mjóafjörð er 140 metra löng. Myndin var tekin í september 2014 af framkvæmdunum.Mynd/Egill Tengdar fréttir Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sextán kílómetra nýr vegakafli sem liggur frá Eiði í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum verður formlega opnaður síðar í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og fer athöfnin fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vestfjarðavegur (60) sé aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. „Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningunni. Vegurinn er byggður í vegflokki C8, með heildarbreidd 8,0 metra en þar af er slitlag 7,0 metra breitt. Tvær brýr voru byggðar vegna þverana fjarðanna. Brúin á Mjóafirði er 160 metra löng og brúin á Kjálkafirði er 117 metra. Í veginn fóru um 1.600 þ.m3 af efni og í brýrnar fóru um 2.900 m3 af steypu og um 215 tonn af stáli.Mynd/VegagerðinSteypta brúin yfir Mjóafjörð er 140 metra löng. Myndin var tekin í september 2014 af framkvæmdunum.Mynd/Egill
Tengdar fréttir Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30