Vegakaflinn Eiði-Þverá opnaður á Vestfjörðum í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2015 10:36 Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Vísir/Egill Sextán kílómetra nýr vegakafli sem liggur frá Eiði í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum verður formlega opnaður síðar í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og fer athöfnin fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vestfjarðavegur (60) sé aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. „Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningunni. Vegurinn er byggður í vegflokki C8, með heildarbreidd 8,0 metra en þar af er slitlag 7,0 metra breitt. Tvær brýr voru byggðar vegna þverana fjarðanna. Brúin á Mjóafirði er 160 metra löng og brúin á Kjálkafirði er 117 metra. Í veginn fóru um 1.600 þ.m3 af efni og í brýrnar fóru um 2.900 m3 af steypu og um 215 tonn af stáli.Mynd/VegagerðinSteypta brúin yfir Mjóafjörð er 140 metra löng. Myndin var tekin í september 2014 af framkvæmdunum.Mynd/Egill Tengdar fréttir Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Sextán kílómetra nýr vegakafli sem liggur frá Eiði í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum verður formlega opnaður síðar í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og fer athöfnin fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vestfjarðavegur (60) sé aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. „Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. Þetta er einn af stóráföngunum í bættum samgöngum á svæðinu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Brattabrekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eftir á sunnanverðum Vestfjörðum, kaflinn í Gufudalssveit þar sem ágreiningur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningunni. Vegurinn er byggður í vegflokki C8, með heildarbreidd 8,0 metra en þar af er slitlag 7,0 metra breitt. Tvær brýr voru byggðar vegna þverana fjarðanna. Brúin á Mjóafirði er 160 metra löng og brúin á Kjálkafirði er 117 metra. Í veginn fóru um 1.600 þ.m3 af efni og í brýrnar fóru um 2.900 m3 af steypu og um 215 tonn af stáli.Mynd/VegagerðinSteypta brúin yfir Mjóafjörð er 140 metra löng. Myndin var tekin í september 2014 af framkvæmdunum.Mynd/Egill
Tengdar fréttir Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30