Heimsmeistaramótið í jójói verður haldið í Hörpu með pomp og prakt Bjarki Ármannsson skrifar 17. nóvember 2015 23:00 Heimsmeistarakeppnin í jójói verður haldin í Reykjavík árið 2017. Tveir áhugamenn um jójóiðkun hafa tryggt sér þátttökuréttinn og segja jójóheiminn einstakan.Vonast til að sjá uppúr 300 manns Mótið verður haldið í Hörpu aðra helgina í ágúst á þarnæsta ári. Um árlegt mót er að ræða, sem haldið er til skiptis í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Ástæðan fyrir þessum mikla fyrirvara er bara þannig að við höfum tíma til að undirbúa allt,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson, annar skipuleggjenda. „Við fengum mótið fram yfir Pólland, pólskur vinur okkur lét þau orð falla á Evrópumótinu í byrjun árs að hann myndi vilja fá mótið.“ Sigurhans segir erfitt að segja til um hversu margir muni mæta á mótið erlendir frá en vonast til þess að sjá uppúr 300 manns, þar af um 200 keppendur. Mótið er haldið yfir þrjá daga og hefst á forkeppni þar sem hver keppandi hefur mínútu til að leika listir sínar á sviðinu fyrir úrvalslið dómara.Bandaríkjamaðurinn Zach Gormley er ríkjandi heimsmeistari í jójói. Hér má sjá hann leika listir sínar á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Tókýó í ár.„Svo koma undanúrslit og svo úrslit,“ útskýrir Sigurhans. „Það er keppt í fimm mismunandi stílum. Þú getur verið með eitt eða tvö jójó, eða jójó sem er ekki tengt, svokallað „off-string“ jójó.“Sigurhans (t.v.) og Páll Valdimar eru kyndilberar Íslands í jójóheiminum alþjóðlega.Mynd/Sigurhans ÓskarGæti beðið heimsmeistarann um byrjandatrix Sigurhans skipuleggur mótið ásamt félaga sínum, Páli Valdimar Guðmundssyni Kolka, en þeir hafa báðir keppt á jójómótum erlendis og hreppti Páll til að mynda fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu í Búdapest árið 2013. Þeir félagarnir gera þó ekki ráð fyrir því að keppa um heimsmeistaratitilinn á heimavelli, enda munu þeir hafa í nægu að snúast þegar þar að kemur. „Við erum samt að vinna í því að hafa einhverskonar Íslandsmeistaramót samhliða heimsmeistaramótinu,“ segir Sigurhans. „Að sjálfsögðu getur svo hver sem er komið og fylgst með úti í Hörpu. Jójó-heimurinn er þannig að þetta er svo opið fólk, ég gæti sjálfur beðið heimsmeistarann um að sýna mér byrjandatrix og hann myndi gera það.“Páll Valdimar tók þátt í Ísland Got Talent í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá hann sýna fimni sína með jójóið. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í jójói verður haldin í Reykjavík árið 2017. Tveir áhugamenn um jójóiðkun hafa tryggt sér þátttökuréttinn og segja jójóheiminn einstakan.Vonast til að sjá uppúr 300 manns Mótið verður haldið í Hörpu aðra helgina í ágúst á þarnæsta ári. Um árlegt mót er að ræða, sem haldið er til skiptis í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Ástæðan fyrir þessum mikla fyrirvara er bara þannig að við höfum tíma til að undirbúa allt,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson, annar skipuleggjenda. „Við fengum mótið fram yfir Pólland, pólskur vinur okkur lét þau orð falla á Evrópumótinu í byrjun árs að hann myndi vilja fá mótið.“ Sigurhans segir erfitt að segja til um hversu margir muni mæta á mótið erlendir frá en vonast til þess að sjá uppúr 300 manns, þar af um 200 keppendur. Mótið er haldið yfir þrjá daga og hefst á forkeppni þar sem hver keppandi hefur mínútu til að leika listir sínar á sviðinu fyrir úrvalslið dómara.Bandaríkjamaðurinn Zach Gormley er ríkjandi heimsmeistari í jójói. Hér má sjá hann leika listir sínar á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Tókýó í ár.„Svo koma undanúrslit og svo úrslit,“ útskýrir Sigurhans. „Það er keppt í fimm mismunandi stílum. Þú getur verið með eitt eða tvö jójó, eða jójó sem er ekki tengt, svokallað „off-string“ jójó.“Sigurhans (t.v.) og Páll Valdimar eru kyndilberar Íslands í jójóheiminum alþjóðlega.Mynd/Sigurhans ÓskarGæti beðið heimsmeistarann um byrjandatrix Sigurhans skipuleggur mótið ásamt félaga sínum, Páli Valdimar Guðmundssyni Kolka, en þeir hafa báðir keppt á jójómótum erlendis og hreppti Páll til að mynda fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu í Búdapest árið 2013. Þeir félagarnir gera þó ekki ráð fyrir því að keppa um heimsmeistaratitilinn á heimavelli, enda munu þeir hafa í nægu að snúast þegar þar að kemur. „Við erum samt að vinna í því að hafa einhverskonar Íslandsmeistaramót samhliða heimsmeistaramótinu,“ segir Sigurhans. „Að sjálfsögðu getur svo hver sem er komið og fylgst með úti í Hörpu. Jójó-heimurinn er þannig að þetta er svo opið fólk, ég gæti sjálfur beðið heimsmeistarann um að sýna mér byrjandatrix og hann myndi gera það.“Páll Valdimar tók þátt í Ísland Got Talent í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá hann sýna fimni sína með jójóið.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira