Keppir í jójólistinni úti um allan heim Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. mars 2013 06:00 Hálfgerður atvinnumaður Páll Valdimar Guðmundsson Kolka lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó í Búdapest um síðustu helgi.Fréttablaðið/gva Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“ Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira