Lífið

Of Monsters and Men koma fram hjá Ellen í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ellen er heimsfræg.
Ellen er heimsfræg. Vísir/EPA
Hljómsveitin Of Monsters and Men kemur fram í spjallþætti Ellen Degeneres í kvöld. Þátturinn verður sýndur á NBC síðdegis í dag í Bandaríkjunum. Spjallþátturinn er einn sá vinsælasti í heiminum en hann hóf göngu sína árið 2003 og þáttaröðin sem nú er sýnd í sjónvarpi er sú þrettánda.

Sarah Silverman grínisti og leikarinn Morris Chestnut verða gestir hjá Ellen í þætti kvöldsins ásamt hinu íslenska indie-poppbandi. Hljómsveitin hefur átt mikilli velgengni að fagna vestanhafs líkt og kunnugt er en þau munu spila vinsælt lag af nýju plötunni sinni „Beneath the skin.“

Hljómsveitin hélt tónleika hér á landi í ágúst.vísir/anton
Hér má sjá kynningarmyndband fyrir þátt dagsins.

Myndin hér að neðan birtist á Facebook síðu hljómsveitarinnar en á henni má sjá þá Brynjar Leifsson og Kristján Pál Kristjánsson stilla sér upp fyrir framan mynd af frægu sjálfsmyndinni sem Bradley Cooper tók á Óskarsverðlaununum í fyrra. Ellen skipulagði uppátækið sem vakti ótrúlega athygli, myndin fékk 3,3 milljónir endurtísta á Twitter og rúmlega 2 milljónir stjörnumerktu tístið.

Did we mention we're going to be on Ellen DeGeneres?! Catch our performance tomorrow (Wednesday) on NBC - check your local listings for when to tune in: http://ellen.tv/1QPP4hp

Posted by Of Monsters and Men on Tuesday, October 20, 2015
Hér má sjá hljómsveitina flytja lagið „Little talks“ í spjallþætti Graham Norton árið 2012 en þau hafa einnig komið fram hjá hinum víðfræga Jimmy Fallon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.