Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 21:26 Sigvaldi er maður orða sinna og hyggst leggja í hann á föstudagsmorgun. VÍSIR/ „Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
„Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira