Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 21:26 Sigvaldi er maður orða sinna og hyggst leggja í hann á föstudagsmorgun. VÍSIR/ „Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira