Extreme Chill Festival: Aðsúgur gerður að lögreglu eða gestum haldið í heljargreipum? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2015 11:03 Lögregla setti upp vegatálma í Ólafsvík á laugardeginum. Hátíðin fór fram á Hellissandi. Vísir/Pjetur Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar á því hverjir voru vondu kallarnir á Extreme Chill Festival, raftónlistarhátíð á Hellissandi á Snæfellsnesi um liðna helgi. Hátíðin var haldin í sjötta skipti. Lögreglan á Vesturlandi segir aðsúg hafa verið gerða að starfsmönnum embættisins við störf þeirra á meðan aðstandendur furða sig á vinnu lögreglu; segja hátíðargestum hafa verið haldið í heljargreipum. 29 fíkniefnamál komu upp á hátíðinni en gestir voru um 200. Að mestu var um neysluskammta að ræða en einnig fundust efni ætluð til sölu. Mest var um kannabisefni en einnig amfetamín, kókaín, MDMA, LSD og ofskynjunarsveppi. Þá hafði lögregla afskipti af fólki í neyslu á tjaldsvæði með ung börn með sér. Var þeim málum vísað til barnaverndaryfirvalda. Lögreglan segir marga samkomugesti hafa verið mjög ósátta við afskipti lögreglu og aðsúgur gerður í tvígang.Líkamsárás eða nauðgun þekkist ekkiAðstandendur Extreme Chill Festival segja lögreglu hafa farið offari. Sumir hátíðargesta hafi hreinlega fengið áfall vegna framgöngu lögreglu og ekki treyst sér aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglu. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins,“ segir í yfirlýsingu frá skipuleggjendum. Þá segja skipuleggjendur að fíkniefnabrotin 29 hafi ekki verið framin á tónleikasvæðinu heldur á tjaldsvæði bæjarfélagsins. Þá fullyrða þeir að aldrei hafi verið tilkynnt um líkamsárás, hvað þá nauðgun, frá því hátíðin var fyrst haldin.Undrandi KaniDavíð Már Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var viðstaddur hátíðina um helgina. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag lýsir hann því þegar lögreglu bar að garði á Kaffi Sif á föstudagskvöldinu. „Setjið hendurnar á borðin, lófana niður, á meðna við leitum á ykkur,“ sagði heimilislegur maður í flíspeysu að sögn Davíðs Más. Flestir hafi hváð við og talið að um grín væri að ræða þar til tvær lögreglukonur fóru að leita í öllum mögulegum glufum. „Bandarískur háskólanemi var með í för og blöskraði honum framferði lögreglunnar. Þegar hann spurði einn lögregluþjóninn hvaða rökstudda grun hann hefði fyrir leitinni kvað hann að svona væru nú bara lögin á Íslandi og hann skyldi hlýða.“„Nei, við nennum því ekki“Blaðamaðurinn lýsir því hvernig einn gesta hafi neitað lögreglu að leita á sér. Lögreglan viðurkenndi rétt hans til þess en hann yrði þá fluttur á lögreglustöðina í Ólafsvík. „Og þegar það kemur í ljós að ég er ekki með neitt á mér, ætlið þið þá að skutla mér til baka til Hellissands?“ spurði maðurinn. „Nei, við nennum því ekki,“ var svar lögreglu að sögn Davíðs Más. Á daginn hafi komið að lögreglan nennti ekki að standa í því að keyra með manninn til Ólafsvíkur og var fljót að láta sig hverfa án þess að þreifa á viðkomandi. „Þetta var mjög sérkennileg uppákoma og þrátt fyrir að lögregluþjónarnir hafi þannig séð allir verið hinir almennilegustu sat maður eftir með óbragð í munninum.“Beygja sig og glennaÁ laugadeginum hafði lögregla sett upp vegatálma í Ólafsvík og leitaði á öllum, hvort sem viðkomandi var í einkabíl eða strætó. Þegar gestir komu svo á tjaldsvæðið biðu fíkniefnahundar. Fóru þeir meðal annars inn í tjöld „furðulostinna gesta“. Þá lýsir Davíð því hvernig nokkrir einstaklingar hafi verið dregnir til hliðar og látnir afklæðast á meðan leitað var á þeim. Davíð segir gesti hátíðarinnar hafa verið úr hverju einasta horni íslenskrar menningarflóru. „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar.“ Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Tónlistin talar við náttúrufegurðina Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli fer fram í sjötta sinn um helgina á Hellissandi. 7. ágúst 2015 09:30 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar á því hverjir voru vondu kallarnir á Extreme Chill Festival, raftónlistarhátíð á Hellissandi á Snæfellsnesi um liðna helgi. Hátíðin var haldin í sjötta skipti. Lögreglan á Vesturlandi segir aðsúg hafa verið gerða að starfsmönnum embættisins við störf þeirra á meðan aðstandendur furða sig á vinnu lögreglu; segja hátíðargestum hafa verið haldið í heljargreipum. 29 fíkniefnamál komu upp á hátíðinni en gestir voru um 200. Að mestu var um neysluskammta að ræða en einnig fundust efni ætluð til sölu. Mest var um kannabisefni en einnig amfetamín, kókaín, MDMA, LSD og ofskynjunarsveppi. Þá hafði lögregla afskipti af fólki í neyslu á tjaldsvæði með ung börn með sér. Var þeim málum vísað til barnaverndaryfirvalda. Lögreglan segir marga samkomugesti hafa verið mjög ósátta við afskipti lögreglu og aðsúgur gerður í tvígang.Líkamsárás eða nauðgun þekkist ekkiAðstandendur Extreme Chill Festival segja lögreglu hafa farið offari. Sumir hátíðargesta hafi hreinlega fengið áfall vegna framgöngu lögreglu og ekki treyst sér aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglu. „Lögregla mætti á hátíðarsvæðið seint á laugardagskvöld og var boðið inn af aðstandendum til þess að kynna sér hvað þar færi fram en vildu ekki þiggja boðið heldur frekar gægjast inn um glugga félagsheimilisins þar sem gestir sátu við borð og á gólfum félagsheimilisins við kertaljós og ilm reykkelsa að njóta ljúfra tóna og lifandi myndlistar á veggjum félagsheimilisins,“ segir í yfirlýsingu frá skipuleggjendum. Þá segja skipuleggjendur að fíkniefnabrotin 29 hafi ekki verið framin á tónleikasvæðinu heldur á tjaldsvæði bæjarfélagsins. Þá fullyrða þeir að aldrei hafi verið tilkynnt um líkamsárás, hvað þá nauðgun, frá því hátíðin var fyrst haldin.Undrandi KaniDavíð Már Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var viðstaddur hátíðina um helgina. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag lýsir hann því þegar lögreglu bar að garði á Kaffi Sif á föstudagskvöldinu. „Setjið hendurnar á borðin, lófana niður, á meðna við leitum á ykkur,“ sagði heimilislegur maður í flíspeysu að sögn Davíðs Más. Flestir hafi hváð við og talið að um grín væri að ræða þar til tvær lögreglukonur fóru að leita í öllum mögulegum glufum. „Bandarískur háskólanemi var með í för og blöskraði honum framferði lögreglunnar. Þegar hann spurði einn lögregluþjóninn hvaða rökstudda grun hann hefði fyrir leitinni kvað hann að svona væru nú bara lögin á Íslandi og hann skyldi hlýða.“„Nei, við nennum því ekki“Blaðamaðurinn lýsir því hvernig einn gesta hafi neitað lögreglu að leita á sér. Lögreglan viðurkenndi rétt hans til þess en hann yrði þá fluttur á lögreglustöðina í Ólafsvík. „Og þegar það kemur í ljós að ég er ekki með neitt á mér, ætlið þið þá að skutla mér til baka til Hellissands?“ spurði maðurinn. „Nei, við nennum því ekki,“ var svar lögreglu að sögn Davíðs Más. Á daginn hafi komið að lögreglan nennti ekki að standa í því að keyra með manninn til Ólafsvíkur og var fljót að láta sig hverfa án þess að þreifa á viðkomandi. „Þetta var mjög sérkennileg uppákoma og þrátt fyrir að lögregluþjónarnir hafi þannig séð allir verið hinir almennilegustu sat maður eftir með óbragð í munninum.“Beygja sig og glennaÁ laugadeginum hafði lögregla sett upp vegatálma í Ólafsvík og leitaði á öllum, hvort sem viðkomandi var í einkabíl eða strætó. Þegar gestir komu svo á tjaldsvæðið biðu fíkniefnahundar. Fóru þeir meðal annars inn í tjöld „furðulostinna gesta“. Þá lýsir Davíð því hvernig nokkrir einstaklingar hafi verið dregnir til hliðar og látnir afklæðast á meðan leitað var á þeim. Davíð segir gesti hátíðarinnar hafa verið úr hverju einasta horni íslenskrar menningarflóru. „Allt fór þó mjög friðsamlega fram og ekki var brotið á neinum - svo maður viti til - nema þá kannski þeim sem þurftu að beygja sig og glenna fyrir þukli lögreglunnar.“
Tengdar fréttir Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23 Tónlistin talar við náttúrufegurðina Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli fer fram í sjötta sinn um helgina á Hellissandi. 7. ágúst 2015 09:30 Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Lögreglan hafði afskipti af fólki í fíkniefnaneyslu sem var með ung börn með sér. 10. ágúst 2015 15:23
Tónlistin talar við náttúrufegurðina Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli fer fram í sjötta sinn um helgina á Hellissandi. 7. ágúst 2015 09:30
Aðstandendur Extreme Chill: Lögregla hélt hátíðargestum í heljagreipum Telja að lögreglan hafi farið offari í aðgerðum sínum. 10. ágúst 2015 19:38