Erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur er búin að tryggja sér þátttökurétt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/afp Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti