Árni Páll eltist við innanríkisráðherra á Facebook Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 13:19 Formaður Samfylkingarinnar segist hafa elst við innanríkisráðherra á Facebook í gær til að fá svör við ákvörðun um að vopn verði í lögreglubifreiðum. Þessi ákvörðun sé stórpólitískt mál sem eigi heima á Alþingi Íslendinga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í gær. En áþingfundi nú fyrir hádegi lýsti Árni Páll yfir óánægju með svör ráðherrans. Hún hafi sagt að ekki væri verið að breyta neinum reglum en hefði ekki svaraðþeirri spurningu með hvaða hætti væri verið að breyta reglum um vopn í lögreglubílum. „Ég endaði íþeirri undarlegu aðstöðu í gærkvöldi virðulegur forseti í gærkvöldi að eltast við innanríkisráðherra á Facebook til að spyrja um þessi mál. Þetta er fullkomlega óboðleg aðstaða. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennrar lögreglu að vopnum er grundvallar þáttur íþví með hvaða hætti við tryggjum öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Það væri engin fylgni á milli vopnaburðar lögreglu og færri glæpa, heldur oft á tíðum þvert á móti. „Og sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglu menn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og það er ófært að um það sé ekki umræða hér á Alþingi. Ég vil þess vegna óska eftir sérstakri umræðu við hæstvirtan innanríkisráðherra strax í næstu vikuog mér finnst eðlilegt að hér komi allar skýringar upp á borðið. Það er ekki eðlilegt að það sé Fréttablaðið sem er að upplýsa okkur um vopnaburð lögreglunnar með brotakenndum hætti og yfirlögregluþjónn tjái sig við Fréttablaðið með ríkari hætti en ráðherra málaflokksins tjáir sig við Alþingi Íslendinga,“ sagði Árni Páll. Það væri ekkert gefið um að öryggi almennings verði bætt með auknum aðgangi lögreglu að vopnum. „Og það er mikilvægt að hafa í huga að vopn í höndum löggæslu sem ekki er tryggilega umbúið, skýrar reglur gilda um og almenn vitneskja er um með hvaða hætti er beitt, geta orðið til að draga úr öryggi borgaranna en ekki til að auka það,“ sagði Árni Páll Árnason. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segist hafa elst við innanríkisráðherra á Facebook í gær til að fá svör við ákvörðun um að vopn verði í lögreglubifreiðum. Þessi ákvörðun sé stórpólitískt mál sem eigi heima á Alþingi Íslendinga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í gær. En áþingfundi nú fyrir hádegi lýsti Árni Páll yfir óánægju með svör ráðherrans. Hún hafi sagt að ekki væri verið að breyta neinum reglum en hefði ekki svaraðþeirri spurningu með hvaða hætti væri verið að breyta reglum um vopn í lögreglubílum. „Ég endaði íþeirri undarlegu aðstöðu í gærkvöldi virðulegur forseti í gærkvöldi að eltast við innanríkisráðherra á Facebook til að spyrja um þessi mál. Þetta er fullkomlega óboðleg aðstaða. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennrar lögreglu að vopnum er grundvallar þáttur íþví með hvaða hætti við tryggjum öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Það væri engin fylgni á milli vopnaburðar lögreglu og færri glæpa, heldur oft á tíðum þvert á móti. „Og sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglu menn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og það er ófært að um það sé ekki umræða hér á Alþingi. Ég vil þess vegna óska eftir sérstakri umræðu við hæstvirtan innanríkisráðherra strax í næstu vikuog mér finnst eðlilegt að hér komi allar skýringar upp á borðið. Það er ekki eðlilegt að það sé Fréttablaðið sem er að upplýsa okkur um vopnaburð lögreglunnar með brotakenndum hætti og yfirlögregluþjónn tjái sig við Fréttablaðið með ríkari hætti en ráðherra málaflokksins tjáir sig við Alþingi Íslendinga,“ sagði Árni Páll. Það væri ekkert gefið um að öryggi almennings verði bætt með auknum aðgangi lögreglu að vopnum. „Og það er mikilvægt að hafa í huga að vopn í höndum löggæslu sem ekki er tryggilega umbúið, skýrar reglur gilda um og almenn vitneskja er um með hvaða hætti er beitt, geta orðið til að draga úr öryggi borgaranna en ekki til að auka það,“ sagði Árni Páll Árnason.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira