„Langbest að skeytið hafi fundist í Björgvin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2015 21:15 Björgvin Matthías Hallgrímsson sendi skeytið árið 1999 þegar hann var nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Mynd/Facebook Björgvin Matthías Hallgrímsson var 11 ára gamall nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd þegar hann sendi flöskuskeyti árið 1999. Skeytið rataði alla leið til Noregs, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag, og segir Björgvin, sem starfar sem sjómaður, að hann hafi ekki átt von á því að skeytið myndi berast svona langt. „Allir í bekknum sendu svona skeyti en ég veit ekki til þess að skeyti frá bekkjarsystkinum mínum hafi skolað einhvers staðar á land,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.Sendi mikið af flöskuskeytum sem barn Hann er úr sveit nærri Skagaströnd og segist hafa sent mikið af flöskuskeytum sem barn. „Ætli flest þeirra hafi nú ekki bara ratað á ströndina hinu megin við fjörðinn, eða eitthvað slíkt, ef þau hafa ekki bara farið eitthvert lengst út á haf. Það er svolítið sérstakt hvað þetta er búið að fara langt en það sem mér finnst langbest í þessu er að skeytið hafi fundist í Björgvin.“Geir Ola Korsnes fann flöskuskeytið við Tofterøy í Noregi.Mynd/VestnyttKomst í samband í gær við þann sem fann skeytið Skeytið fann Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes við Tofterøy í Noregi sem er einmitt skammt frá borginni Bergen, eða Björgvin. Geir komst í samband við sendandann í gær. „Hann setti þetta bara á Facebook og hann var kominn í samband við mig fljótt, áður en þetta kom til dæmis í fréttunum hérna heima. Við erum aðeins búnir að spjalla saman og honum finnst þetta bara mjög skemmtilegt og mér auðvitað líka.“Aldrei að vita nema hann sendi annað flöskuskeyti Björgvin segir ótrúlegan fjölda fólks hafa haft samband við sig í gegnum Facebook í dag til að spyrja hann hvort hann væri sendandinn. „Þetta er bæði fólk sem þekkir mig og þekkir mig ekki. Ég hef bara ekki haft undan við að svara þessu, það eru svo margir búnir að hafa samband,“ segir Björgvin og bætir við að lokum að það sé aldrei að vita nema hann sendi eitt skeyti til viðbótar við öll þau sem hann sendi í gegnum tíðina sem strákur. Tengdar fréttir Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Undir skeytið skrifaði "Björgvin Matthías“. 28. mars 2015 09:50 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Björgvin Matthías Hallgrímsson var 11 ára gamall nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd þegar hann sendi flöskuskeyti árið 1999. Skeytið rataði alla leið til Noregs, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag, og segir Björgvin, sem starfar sem sjómaður, að hann hafi ekki átt von á því að skeytið myndi berast svona langt. „Allir í bekknum sendu svona skeyti en ég veit ekki til þess að skeyti frá bekkjarsystkinum mínum hafi skolað einhvers staðar á land,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.Sendi mikið af flöskuskeytum sem barn Hann er úr sveit nærri Skagaströnd og segist hafa sent mikið af flöskuskeytum sem barn. „Ætli flest þeirra hafi nú ekki bara ratað á ströndina hinu megin við fjörðinn, eða eitthvað slíkt, ef þau hafa ekki bara farið eitthvert lengst út á haf. Það er svolítið sérstakt hvað þetta er búið að fara langt en það sem mér finnst langbest í þessu er að skeytið hafi fundist í Björgvin.“Geir Ola Korsnes fann flöskuskeytið við Tofterøy í Noregi.Mynd/VestnyttKomst í samband í gær við þann sem fann skeytið Skeytið fann Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes við Tofterøy í Noregi sem er einmitt skammt frá borginni Bergen, eða Björgvin. Geir komst í samband við sendandann í gær. „Hann setti þetta bara á Facebook og hann var kominn í samband við mig fljótt, áður en þetta kom til dæmis í fréttunum hérna heima. Við erum aðeins búnir að spjalla saman og honum finnst þetta bara mjög skemmtilegt og mér auðvitað líka.“Aldrei að vita nema hann sendi annað flöskuskeyti Björgvin segir ótrúlegan fjölda fólks hafa haft samband við sig í gegnum Facebook í dag til að spyrja hann hvort hann væri sendandinn. „Þetta er bæði fólk sem þekkir mig og þekkir mig ekki. Ég hef bara ekki haft undan við að svara þessu, það eru svo margir búnir að hafa samband,“ segir Björgvin og bætir við að lokum að það sé aldrei að vita nema hann sendi eitt skeyti til viðbótar við öll þau sem hann sendi í gegnum tíðina sem strákur.
Tengdar fréttir Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Undir skeytið skrifaði "Björgvin Matthías“. 28. mars 2015 09:50 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Undir skeytið skrifaði "Björgvin Matthías“. 28. mars 2015 09:50
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“