Takmarka þarf aðgengi í ferðaþjónustu Svavar Hávarðsson skrifar 1. október 2015 08:00 Gríðarleg fjölgun ferðamanna á stuttum tíma hefur verulega reynt á innviði margra ferðamannastaða – og margir þeirra hafa verulega látið á sjá. Fréttablaðið/Vilhelm Ferðaþjónustan sem atvinnugrein er í sömu sporum og sjávarútvegurinn var í um 1970, áður en auðlindastjórnun kom til. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að nýting auðlindarinnar Íslands til uppbyggingar í ferðaþjónustu verður ekki öllum opin til eilífðar. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, umhverfis- og auðlindahagfræðings og forseta félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, sem fjallaði um ábyrga nýtingu auðlinda og hagsmuni atvinnulífsins á umhverfisdegi atvinnulífsins sem blásið var til í fyrsta skipti í gær. „Það verður að takast á við einhvers konar takmörkun á aðgangi til að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar,“ sagði Daði. Hann setti það í samhengi við fundarefnið að líklega væri auðlindageirinn á Íslandi sá umfangsmesti í nokkru þróuðu hagkerfi í heiminum. Þrjár meginstoðir er um að ræða – sjávarútveg, orkuauðlindina og nú nýlega ferðaþjónustu. Skilgreining Daða á ábyrgri auðlindanýtingu er einfaldlega nýting sem tekur tillit til langtímahagsmuna samfélagsins – en hann lagði áherslu á að hagsmunir atvinnulífsins og samfélagsins alls eru samofnir og byggja á sjálfbærni. Þannig sé ábyrg auðlindastjórnun forsenda blómlegs atvinnulífs í auðlindageiranum. Nærtækt dæmi um auðlindastjórnun er fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska, þó umdeilt sé og þá á þeirri forsendu hvernig auðlindarentunni er skipt. Daði sagði það gott dæmi um hvernig breyting á regluverki reynist skynsamleg og ábyrg stjórnun auðlindar sem leiðir til sköpunar verðmæta og blómlegs atvinnulífs. Benti Daði á að „óstjórn í fiskveiðum er alheimsvandamál“ og ekki þurfi að fletta mörgum skýrslum til að fá það staðfest og sannreyna hversu gríðarlegt umfang þess vanda er.Daði Már KristóferssonHann sagði að upp úr 1970 hefði verið augljóst að grípa þyrfti til aðgerða hvað varðar líffræðilega sjálfbærni helstu nytjastofna Íslendinga, en árin á eftir hefði tekist að standa vörð um stofnana og koma í veg fyrir offjárfestingu í greininni með t.d. breytingum á markaðsfyrirkomulagi. Þannig var samkeppninni um auðlindina eytt og fyrirtækin fengu nýjan hvata – í stað þess að keppa um að draga sem mest að landi þá er keppst við að gera sem mest verðmæti úr því sem leyfilegt er að veiða hverju sinni. Sýndi Daði fram á að frá 1994 hefur arðsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna vaxið nær samfellt. „Það er nokkuð í land með að ferðaþjónustan og orkuiðnaðurinn búi við eins heilbrigð rekstrarskilyrði, eins skynsamlega auðlindastjórnun, og fiskveiðarnar gera,“ sagði Daði. Vissulega starfi orkugeirinn undir virkri auðlindastjórnun. Þó menn hafi misjafnar skoðanir á rammaáætlun þá sé það vissulega tilraun til ábyrgrar nálgunar við nýtingu auðlindar. „Ferðaþjónustan býr hins vegar ekki við neitt slíkt og því þarf nauðsynlega að breyta,“ sagði Daði. Í þessu ljósi þarf að breyta stjórnun auðlindanýtingar ferðaþjónustunnar og markaðsskilyrðum í orkuframleiðslu svo heilbrigðir hvatar skapist fyrir ábyrgari nýtingu auðlinda í þeim geirum, sagði Daði. Þegar horft sé á markaðsmál orku á Íslandi sé vandamálið takmarkaður, eða einhæfur, hópur viðskiptavina. Fyrirtækin séu heilt yfir í opinberri eigu og í eðli sínu þjónustufyrirtæki sem „hafa ekki sótt nægilega hart að tryggja góða arðsemi – hátt orkuverð – heldur fyrst og fremst að útvega samfélaginu vöruna. Þetta held ég að sé óeðlilegt. Það er eðlilegra að markaðsöflin stýri því hvert þessi orka fer; að það sé verðið sem ráði nýtingunni en ekki aðrir pólitískir hagsmunir,“ sagði Daði. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ferðaþjónustan sem atvinnugrein er í sömu sporum og sjávarútvegurinn var í um 1970, áður en auðlindastjórnun kom til. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að nýting auðlindarinnar Íslands til uppbyggingar í ferðaþjónustu verður ekki öllum opin til eilífðar. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, umhverfis- og auðlindahagfræðings og forseta félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, sem fjallaði um ábyrga nýtingu auðlinda og hagsmuni atvinnulífsins á umhverfisdegi atvinnulífsins sem blásið var til í fyrsta skipti í gær. „Það verður að takast á við einhvers konar takmörkun á aðgangi til að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar,“ sagði Daði. Hann setti það í samhengi við fundarefnið að líklega væri auðlindageirinn á Íslandi sá umfangsmesti í nokkru þróuðu hagkerfi í heiminum. Þrjár meginstoðir er um að ræða – sjávarútveg, orkuauðlindina og nú nýlega ferðaþjónustu. Skilgreining Daða á ábyrgri auðlindanýtingu er einfaldlega nýting sem tekur tillit til langtímahagsmuna samfélagsins – en hann lagði áherslu á að hagsmunir atvinnulífsins og samfélagsins alls eru samofnir og byggja á sjálfbærni. Þannig sé ábyrg auðlindastjórnun forsenda blómlegs atvinnulífs í auðlindageiranum. Nærtækt dæmi um auðlindastjórnun er fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska, þó umdeilt sé og þá á þeirri forsendu hvernig auðlindarentunni er skipt. Daði sagði það gott dæmi um hvernig breyting á regluverki reynist skynsamleg og ábyrg stjórnun auðlindar sem leiðir til sköpunar verðmæta og blómlegs atvinnulífs. Benti Daði á að „óstjórn í fiskveiðum er alheimsvandamál“ og ekki þurfi að fletta mörgum skýrslum til að fá það staðfest og sannreyna hversu gríðarlegt umfang þess vanda er.Daði Már KristóferssonHann sagði að upp úr 1970 hefði verið augljóst að grípa þyrfti til aðgerða hvað varðar líffræðilega sjálfbærni helstu nytjastofna Íslendinga, en árin á eftir hefði tekist að standa vörð um stofnana og koma í veg fyrir offjárfestingu í greininni með t.d. breytingum á markaðsfyrirkomulagi. Þannig var samkeppninni um auðlindina eytt og fyrirtækin fengu nýjan hvata – í stað þess að keppa um að draga sem mest að landi þá er keppst við að gera sem mest verðmæti úr því sem leyfilegt er að veiða hverju sinni. Sýndi Daði fram á að frá 1994 hefur arðsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna vaxið nær samfellt. „Það er nokkuð í land með að ferðaþjónustan og orkuiðnaðurinn búi við eins heilbrigð rekstrarskilyrði, eins skynsamlega auðlindastjórnun, og fiskveiðarnar gera,“ sagði Daði. Vissulega starfi orkugeirinn undir virkri auðlindastjórnun. Þó menn hafi misjafnar skoðanir á rammaáætlun þá sé það vissulega tilraun til ábyrgrar nálgunar við nýtingu auðlindar. „Ferðaþjónustan býr hins vegar ekki við neitt slíkt og því þarf nauðsynlega að breyta,“ sagði Daði. Í þessu ljósi þarf að breyta stjórnun auðlindanýtingar ferðaþjónustunnar og markaðsskilyrðum í orkuframleiðslu svo heilbrigðir hvatar skapist fyrir ábyrgari nýtingu auðlinda í þeim geirum, sagði Daði. Þegar horft sé á markaðsmál orku á Íslandi sé vandamálið takmarkaður, eða einhæfur, hópur viðskiptavina. Fyrirtækin séu heilt yfir í opinberri eigu og í eðli sínu þjónustufyrirtæki sem „hafa ekki sótt nægilega hart að tryggja góða arðsemi – hátt orkuverð – heldur fyrst og fremst að útvega samfélaginu vöruna. Þetta held ég að sé óeðlilegt. Það er eðlilegra að markaðsöflin stýri því hvert þessi orka fer; að það sé verðið sem ráði nýtingunni en ekki aðrir pólitískir hagsmunir,“ sagði Daði.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira