Fótbolti

Birkir spilaði í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason nældi sér í gult spjald í leiknum í dag.
Birkir Bjarnason nældi sér í gult spjald í leiknum í dag. vísir/gett
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í 3-1 sigri Basel á Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Birkir nældi sér í gult spjald.

Dario Lezcano kom heimamönnum í Luzern yfir, en Breel Embolo jafnaði metin fyrir meistarana í Basel á 28. mínútu.

Fimm mínútum síðar kom hann Basel í 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Matias Emilo Delgado jók muninn í 3-1 í uppbótartíma og lokatölur 3-1.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Basel sem hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni, skorað ellefu mörk og fengið á sig þrjú. Basel er á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×