Fótbolti

Kolbeinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Nantes í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leik með íslenska landsliðinu.
Kolbeinn í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir
Kolbeinn Sigþórsson lék sinn fyrsta leik með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann kom inná sem varamaður í 1-0 sigri Nantes á Guingamp.

Kolbeinn byrjaði sem varamaður, en var skipt inná á 59. mínútu. Þá var staðan markalaus, en þannig hélst hún allt þangað til á 89. mínútu.

Jeremy Sorbon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Guingamp og tryggði hann því Nantes 1-0 sigur, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í deildinni.

Næsti leikur Nantes í deildinni er gegn Angers næsta laugardag, en þar gæti Kolbeinn byrjað sinn fyrsta leik í frönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×