Fótbolti

Þrír leikmenn unglingaliðs Ajax sendir í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty
Þrír leikmenn unglingaliðs Ajax hafa verið settir í bann af félaginu á meðan rannsakað er hvort þeir hafi átt einhvern þátt í því að ráðast á lögreglukonu.

Zakaria El Azzouzi (18 ára), Samet Bulut (19 ára), og Ashraf El Mahdioui (18 ára) eru allir taldir tengjast því að ráðist var á lögreglukonu á fimmtudaginn.

Ajax sagði í yfirlýsingu að félagið liti þetta alvarlegum augum og rannsókn væri í gangi. Einnig bætti félagið við að þeir myndu gera allt í sínu valdi til þess að upplýsa hvað gerðist og þangað til myndu leikmennirnir ekki taka þátt í neinu fótboltatengdu hjá félaginu.

Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá aðalliði Ajax, en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×