Lífið

"Þegar ég verð stór ætla ég að verða vísindamaður, kafari og geimfari“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Framtíðardraumur hins átta ára gamla Frosta er að verða lögga.
Framtíðardraumur hins átta ára gamla Frosta er að verða lögga. Skjáskot
„Þegar ég verð stór ætla ég að verða vísindamaður, kafari og geimfari, “ segir Atli Þór um framtíðardrauma sína en hann er ungur drengur sem þjáist af sykursýki.

Samtökin Umhyggjusamir einstaklingar hafa hrundið að af stað átaki sem er ætlað til þess að gera framtíðardrauma langveikra barna að veruleika.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu samtakanna og greiða mánaðarlega í Styrktarsjóð langveikra barna. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á fjölskyldum langveikra barna svo hægt sé að láta drauma barnanna rætast.

Samtökin hafa útbúið myndband þar sem nokkur langveik börn segja frá framtíðardraumum sínum. Framtíðardraumar þeirra eru margvíslegir, allt frá flugmennsku til leiklistarinnar.

Gerast má styrktaraðili Styrktarsjóðs langveikra barna á heimasíðu Umhyggjusamra einstaklinga.

Umhyggjusamir einstaklingar

Langveik börn eiga sér framtíðardrauma sem við viljum öll gera að veruleika. Umhyggjusamir einstaklingar greiða mánaðarlega í Styrktarsjóð langveikra barna. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á fjölskyldum langveikra barna til þess að draumar þeirra rætist. Hjálpið okkur að deila þessu fallega myndbandi.

Posted by Umhyggjusamir einstaklingar on Wednesday, 4 November 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.