Birgitta vill þak á hækkanir verðtryggðra og óverðtryggðra lána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Birgittu finnst nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira