Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. ágúst 2015 07:00 Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu. Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu.
Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira