Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2015 07:00 Verkefnum lögreglu vegna ferðamanna hefur fjölgað um tugi prósenta árlega - en á sama tíma hefur fækkað í liði þeirra. vísir/valli Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra. Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra.
Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00