Vilja rækta samskipti Íslendinga og Baska Anna Guðjónsdóttir skrifar 18. apríl 2015 18:00 Ólafur segir þjóðirnar eiga ríka sögu og að það verði meðal umræðuefna á ráðstefnunni í Þjóðarbókhlöðunni.fréttablaðið/ernir „Við viljum finna jákvæða fleti í samskiptum þjóðanna og munum standa fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni af 400 ára minningu Spánverjavíganna,“ segir Ólafur J. Engilbertsson, formaður Baskavinafélagsins á Íslandi sem var stofnað árið 2012. Um 40 meðlimir eru í félaginu en tilgangur þess er að rækta samskipti Íslendinga og Baska og efla rannsóknir á tengslum þjóðanna. Árið 1615 átti sér stað voðaatburður á Vestfjörðum þegar rúmlega 30 baskneskir sjómenn voru myrtir hér á landi. „Skip baskneskra hvalveiðimanna braut í hafíð á Ströndum haustið 1615. Þeir fengu bát lánaðan í Jökulfjörðum til að komast burt sem þeir voru ásakaðir um að hafa stolið. Þetta var á þeim tíma sem sjórán ógnuðu fólki sem og á tíma einangrunarverslunar Danakonungs,“ segir Ólafur. Skipbrotsmennirnir voru dæmdir réttdræpir þar sem þeir voru taldir hættulegir og ásakaðir um stuld. Ari Magnússon sýslumaður og menn hans myrtu 31 skipbrotsmannanna í Dýrafirði og í Ísafjarðardjúpi. Um 50 þeirra komust til Patreksfjarðar þar sem þeir höfðu vetursetur og komust í burtu um vorið á ensku skipi sem þeir tóku. „Forlagið gefur nú út bók á íslensku, ensku, spænsku og basknesku sem byggir á frásögn Jóns lærða Guðmundssonar. Þar gagnrýnir hann gjörðir Ara Magnússonar og ver Baskana fyrir ásökunum um illt framferði. Vegna þessara skrifa var Jón dæmdur í útlegð,“ segir Ólafur. Til minningar um þennan atburð mun félagið meðal annars standa fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Þar kemur baskneska þjóðlagasveitin Oreka TX fram ásamt Steindóri Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni, Páli Guðmundssyni og strengjasveit, en Ólafur segir að þar verði til dæmis spilað á ævafornt baskneskt hljóðfæri. Í Þjóðarbókhlöðunni mun fara fram ráðstefna þar sem meðal annars verður fjalla um hvalveiði Baska fyrr á öldum og samskiptin við Íslendinga. „Eftir að hvalveiði brást við Nýfundnalandi leituðu Baskar hingað og áttu í miklum samskiptum við Íslendinga. Til að mynda hefur verið varðveitt orðasafn sem var skrifað um blendingsmál sem varð til í samskiptum þjóðanna,“ segir Ólafur. Bæði innlendir og erlendir fræðimenn munu flytja erindi á ráðstefnunni. Á miðvikudaginn verður síðan afhjúpaður minnisskjöldur á Hólmavík. „Þar verður farið í vettvangsferð, síðan farið með sjóferðabæn og börn á leikskólanum munu syngja,“ segir Ólafur. Farandsýning mun ferðast um landið í sumar með teikningum Guillermo Zubiaga. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Við viljum finna jákvæða fleti í samskiptum þjóðanna og munum standa fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni af 400 ára minningu Spánverjavíganna,“ segir Ólafur J. Engilbertsson, formaður Baskavinafélagsins á Íslandi sem var stofnað árið 2012. Um 40 meðlimir eru í félaginu en tilgangur þess er að rækta samskipti Íslendinga og Baska og efla rannsóknir á tengslum þjóðanna. Árið 1615 átti sér stað voðaatburður á Vestfjörðum þegar rúmlega 30 baskneskir sjómenn voru myrtir hér á landi. „Skip baskneskra hvalveiðimanna braut í hafíð á Ströndum haustið 1615. Þeir fengu bát lánaðan í Jökulfjörðum til að komast burt sem þeir voru ásakaðir um að hafa stolið. Þetta var á þeim tíma sem sjórán ógnuðu fólki sem og á tíma einangrunarverslunar Danakonungs,“ segir Ólafur. Skipbrotsmennirnir voru dæmdir réttdræpir þar sem þeir voru taldir hættulegir og ásakaðir um stuld. Ari Magnússon sýslumaður og menn hans myrtu 31 skipbrotsmannanna í Dýrafirði og í Ísafjarðardjúpi. Um 50 þeirra komust til Patreksfjarðar þar sem þeir höfðu vetursetur og komust í burtu um vorið á ensku skipi sem þeir tóku. „Forlagið gefur nú út bók á íslensku, ensku, spænsku og basknesku sem byggir á frásögn Jóns lærða Guðmundssonar. Þar gagnrýnir hann gjörðir Ara Magnússonar og ver Baskana fyrir ásökunum um illt framferði. Vegna þessara skrifa var Jón dæmdur í útlegð,“ segir Ólafur. Til minningar um þennan atburð mun félagið meðal annars standa fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Þar kemur baskneska þjóðlagasveitin Oreka TX fram ásamt Steindóri Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni, Páli Guðmundssyni og strengjasveit, en Ólafur segir að þar verði til dæmis spilað á ævafornt baskneskt hljóðfæri. Í Þjóðarbókhlöðunni mun fara fram ráðstefna þar sem meðal annars verður fjalla um hvalveiði Baska fyrr á öldum og samskiptin við Íslendinga. „Eftir að hvalveiði brást við Nýfundnalandi leituðu Baskar hingað og áttu í miklum samskiptum við Íslendinga. Til að mynda hefur verið varðveitt orðasafn sem var skrifað um blendingsmál sem varð til í samskiptum þjóðanna,“ segir Ólafur. Bæði innlendir og erlendir fræðimenn munu flytja erindi á ráðstefnunni. Á miðvikudaginn verður síðan afhjúpaður minnisskjöldur á Hólmavík. „Þar verður farið í vettvangsferð, síðan farið með sjóferðabæn og börn á leikskólanum munu syngja,“ segir Ólafur. Farandsýning mun ferðast um landið í sumar með teikningum Guillermo Zubiaga.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira