Formaður mannréttindasamtaka svartra Bandaríkjamanna þóttist vera svört Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2015 10:59 Rachel Dolezal dulbjó sig sem dökka konu þegar hún er í raun af hvíta kynstofninum. Myndin til hægri er fengin úr safni fjölskyldunnar. Mynd/CNN Rachel Dolezal, fyrrum formaður NAACP í Spokane Washington sagði af sér í gær. Dolezal hefur vakið heimsathygli eftir að í ljós kom að hún hafði dulbúið sig sem svarta konu og sinnti formennsku í samtökunum undir fölskum formerkjum. NAACP eru bandarísk samtök sem beita sér gegn kynþáttamisrétti, þau elstu og fjölmennustu í Bandaríkjunum stofnuð árið 1909. Samkvæmt foreldrum Dolezal sem er 37 ára gömul í dag hóf hún að samsama sig meira með samfélagi þeldökkra árið 2007. Fjögur systkina hennar eru ættleidd og þeldökk.Hefur ekki útskýrt ástæðu dulargervisins Afsögn Dolezal gerði lítið til þess að lægja öldurnar í kringum hana en í afsagnarbréfinu fólst hvorki útskýring á athæfi hennar né afsökunarbeiðni. „Verið viss um það að ég mun aldrei hætta að berjast fyrir mannréttindum og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa og aðstoða, hvort sem það er í því að rísa upp eða stíga niður, því að þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um réttlæti,“ skrifaði hún í tilkynningunni sem birtist á Facebook-síðu NAACP í Spokane. Formaður landskrifstofu NAACP, Cornell William Brooks, segir þá meðlimi samtakanna sem litu upp til hennar og voru þakklátir fyrir hennar leiðsögn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. „Þetta truflar vinnu þeirra.“Raunveruleikarof og órökrétt hugsun Fjölskylda Dolezal skildu engan veginn hvers vegna hún ákvað að þykjast vera af öðrum kynþætti en hún raunverulega er. „Ég held að þetta sýni bæði rof frá raunveruleikanum og órökrétta hugsun,“ sagði Ruthanne Dolezal, móðir hennar, í samtali við CNN. Larry Dolezal, faðir hennar, var sammála þessu. „Margt af því sem hún hefur gert er ekki rökrétt og andlega heilbrigð manneskja myndi ekki nálgast hlutina með sama hætti og hún hefur gert,“ sagði hann. Einn bræðra Rachel hefur tjáð sig um athæfi systur sinnar og segir hann það móðgun. Hún tók hann tali fyrir um þremur árum og bað hann að segja engum frá leyndarmáli sínu þegar hann kom og heimsótti hana í Spokane. Þá var hún strax orðin stórt andlit í samfélagi svartra í borginni. „Hún sagði að hún væri að hefja nýtt líf og að manneskja þar ætlaði að verða svartur faðir hennar,“ útskýrði Ezra Dolezal, bróðir Rachel. Hann segist telja að hún sé að gera þetta af þörf fyrir athygli. „Ég held hún eigi í vandræðum með heilindi.“ Rachel laug því í viðtali fyrr á árinu að faðir hennar væri svartur maður sem hafi neyðst til þess að flýja vegna átaka við hvítan lögreglumann. Viðtalið má heyra hér að neðan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rachel Dolezal, fyrrum formaður NAACP í Spokane Washington sagði af sér í gær. Dolezal hefur vakið heimsathygli eftir að í ljós kom að hún hafði dulbúið sig sem svarta konu og sinnti formennsku í samtökunum undir fölskum formerkjum. NAACP eru bandarísk samtök sem beita sér gegn kynþáttamisrétti, þau elstu og fjölmennustu í Bandaríkjunum stofnuð árið 1909. Samkvæmt foreldrum Dolezal sem er 37 ára gömul í dag hóf hún að samsama sig meira með samfélagi þeldökkra árið 2007. Fjögur systkina hennar eru ættleidd og þeldökk.Hefur ekki útskýrt ástæðu dulargervisins Afsögn Dolezal gerði lítið til þess að lægja öldurnar í kringum hana en í afsagnarbréfinu fólst hvorki útskýring á athæfi hennar né afsökunarbeiðni. „Verið viss um það að ég mun aldrei hætta að berjast fyrir mannréttindum og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa og aðstoða, hvort sem það er í því að rísa upp eða stíga niður, því að þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um réttlæti,“ skrifaði hún í tilkynningunni sem birtist á Facebook-síðu NAACP í Spokane. Formaður landskrifstofu NAACP, Cornell William Brooks, segir þá meðlimi samtakanna sem litu upp til hennar og voru þakklátir fyrir hennar leiðsögn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. „Þetta truflar vinnu þeirra.“Raunveruleikarof og órökrétt hugsun Fjölskylda Dolezal skildu engan veginn hvers vegna hún ákvað að þykjast vera af öðrum kynþætti en hún raunverulega er. „Ég held að þetta sýni bæði rof frá raunveruleikanum og órökrétta hugsun,“ sagði Ruthanne Dolezal, móðir hennar, í samtali við CNN. Larry Dolezal, faðir hennar, var sammála þessu. „Margt af því sem hún hefur gert er ekki rökrétt og andlega heilbrigð manneskja myndi ekki nálgast hlutina með sama hætti og hún hefur gert,“ sagði hann. Einn bræðra Rachel hefur tjáð sig um athæfi systur sinnar og segir hann það móðgun. Hún tók hann tali fyrir um þremur árum og bað hann að segja engum frá leyndarmáli sínu þegar hann kom og heimsótti hana í Spokane. Þá var hún strax orðin stórt andlit í samfélagi svartra í borginni. „Hún sagði að hún væri að hefja nýtt líf og að manneskja þar ætlaði að verða svartur faðir hennar,“ útskýrði Ezra Dolezal, bróðir Rachel. Hann segist telja að hún sé að gera þetta af þörf fyrir athygli. „Ég held hún eigi í vandræðum með heilindi.“ Rachel laug því í viðtali fyrr á árinu að faðir hennar væri svartur maður sem hafi neyðst til þess að flýja vegna átaka við hvítan lögreglumann. Viðtalið má heyra hér að neðan
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira