Miklu betra þegar fótboltakonurnar eru ekki lengur klæddar eins og strákar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2015 14:30 María Þórisdóttir í leik með Noregi á HM í Kanada. Vísir/AP Marco Aurelio Cunha, einn af háttsettustu mönnum kvennafótboltans í Brasilíu, er á því að vaxandi vinsældir kvennafótboltans séu vegna þess að knattspyrnukonurnar geri nú meira í því að passa upp á útlit sitt inn á vellinum. Marco Aurelio Cunha heldur því fram að leikmenn í dag noti meira af andlitsfaðra, sinni hári sínu betur og klæðist styttri buxum. Hann lét þessi orð falla í kjölfar þess að hin brasilíska Marta varð markahæsti leikmaður HM kvenna frá upphafi. Marco Aurelio Cunha er að reyna að berjast fyrir því að kvennafótboltinn fái meiri athygli í Brasilíu þar sem karlarnir hafa nánast einokað sviðsljósið. „Nú eru knattspyrnukonurnar fallegri og nota meira af andlitsfaðra. Þær ganga inn á völlinn með meiri þokka en áður," sagði Marco Aurelio Cunha við kanadíska blaðið Globe and Mail. „Knattspyrnukonur gerðu meira af því áður að apa eftir knattspyrnukörlum. Treyjurnar voru meira hannaðar fyrir karla. Við vorum því vön því að klæða fótboltakonurnar okkar eins og stráka. Það vantaði því upp á kvenleikann og þokkann hjá liðunum. Nú eru buxurnar styttri og þær gera meira fyrir hárið sitt. Þetta eru ekki lengur konur klæddar eins og karlmenn," sagði Cunha. „Knattspyrnukonur eru fallegar ef fyrirgefur orðalagið. Þær hafa líka þegar aðrar reglur en karlarnir eins og það að boltinn þeirra er léttari. Það hefur því þegar verið tekin ákvörðun um að gera leikinn meira fagurfræðilegri og af hverju ekki að láta þá ná yfir tískuna líka," sagði Cunha. Lokaleikirnir í riðlakeppni HM kvenna í fótbolta í Kanada standa yfir þessa dagana þar sem liðin keppast um að komast í sextán liða úrslitin. Brasilíska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og hefur þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira
Marco Aurelio Cunha, einn af háttsettustu mönnum kvennafótboltans í Brasilíu, er á því að vaxandi vinsældir kvennafótboltans séu vegna þess að knattspyrnukonurnar geri nú meira í því að passa upp á útlit sitt inn á vellinum. Marco Aurelio Cunha heldur því fram að leikmenn í dag noti meira af andlitsfaðra, sinni hári sínu betur og klæðist styttri buxum. Hann lét þessi orð falla í kjölfar þess að hin brasilíska Marta varð markahæsti leikmaður HM kvenna frá upphafi. Marco Aurelio Cunha er að reyna að berjast fyrir því að kvennafótboltinn fái meiri athygli í Brasilíu þar sem karlarnir hafa nánast einokað sviðsljósið. „Nú eru knattspyrnukonurnar fallegri og nota meira af andlitsfaðra. Þær ganga inn á völlinn með meiri þokka en áður," sagði Marco Aurelio Cunha við kanadíska blaðið Globe and Mail. „Knattspyrnukonur gerðu meira af því áður að apa eftir knattspyrnukörlum. Treyjurnar voru meira hannaðar fyrir karla. Við vorum því vön því að klæða fótboltakonurnar okkar eins og stráka. Það vantaði því upp á kvenleikann og þokkann hjá liðunum. Nú eru buxurnar styttri og þær gera meira fyrir hárið sitt. Þetta eru ekki lengur konur klæddar eins og karlmenn," sagði Cunha. „Knattspyrnukonur eru fallegar ef fyrirgefur orðalagið. Þær hafa líka þegar aðrar reglur en karlarnir eins og það að boltinn þeirra er léttari. Það hefur því þegar verið tekin ákvörðun um að gera leikinn meira fagurfræðilegri og af hverju ekki að láta þá ná yfir tískuna líka," sagði Cunha. Lokaleikirnir í riðlakeppni HM kvenna í fótbolta í Kanada standa yfir þessa dagana þar sem liðin keppast um að komast í sextán liða úrslitin. Brasilíska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og hefur þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.
Fótbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira