Lífsneistar Leifs í Norðurljósum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 15:30 Hákon með vöskum hópi hljóðfæraleikara sem ætla að flytja verk föður hans á sunnudaginn. Mynd/Vilhelm „Pabbi hefði orðið áttræður á þessu ári. Tónsmíðarnar hans hafa aldrei flogið hátt en nú verða flutt nokkur af hans helstu verkum. Þau spanna nánast allan tónsmíðaferil hans, allt frá hálfgerðum bernskubrekum til þess síðasta sem hann gerði. Alltaf ný og ný stílbrigði sem taka mið af sögunni,“ segir Hákon Leifsson kórstjóri um tónleika í Hörpu á sunnudag, helgaða minningu föður hans, Leifs Þórarinssonar (1934-1998). Verkin verða flutt í tímaröð. Elst þeirra er Barnalagaflokkurinn fyrir píanó sem Leifur skrifaði í Vínarborg árið 1954 fyrir Rögnvald Sigurjónsson. Síðar var eftirfarandi setning höfð eftir Rögnvaldi: „Sérstaka ánægju hef ég af Barnalagaflokknum hans Leifs, enda er hann orðinn klassískur og hefur í sér lífsneista sem á eftir að endast lengi.“ Titill tónleikanna er eflaust sóttur í þau orð, Lífsneistar Leifs. Það er Caput hópurinn sem stendur fyrir þessum viðburði en Hákon stjórnar flutningnum að nokkru leyti. Hann kveðst þó aldrei hafa heyrt eitt verkið sem þar verður flutt, Klasar nefnist það. Hákon kallar það píanóflipp. „Það hefur ekki verið flutt síðan árið 1967 þegar pabbi og Atli Heimir léku það saman í Ríkisútvarpinu en Valgerður Andrésdóttir sér um flutninginn núna.“ Afstæður voru samdar í New York árið 1960, fyrir fiðlu, píanó og selló, Hákon segir það stutt og spennandi verk sem geri feikna kröfur til flytjenda, þeir verða þau Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Snorri Sigfús Birgisson. Síðasta verkið á dagskránni er Grafskrift fyrir Bríeti, við ljóð Matthíasar Jochumsonar. Það var samið fyrir kvenraddir og hörpu og frumflutt við útför Bríetar Héðinsdóttur árið 1996 en aldrei verið flutt á tónleikum áður. Konur úr Kammerkór Grafarvogskirkju syngja það ásamt Elísabetu Waage. „Þau urðu dálítið samferða gegnum lífið pabbi og Bríet, voru saman í skóla og gott ef ekki Grænuborg. Svo vann pabbi oft í Þjóðleikhúsinu, hún var þar náttúrulega, þannig að þeirra vinfengi var margendurnýjað,“ lýsir Hákon. Hann getur þess líka að systir sín Alda Lóa sé að útbúa vef um föður þeirra og verið sé að rita allt höfundarverk hans til útgáfu.Lífsneistar Leifs verða í Norðurljósasalnum á sunnudaginn klukkan 17.15. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Pabbi hefði orðið áttræður á þessu ári. Tónsmíðarnar hans hafa aldrei flogið hátt en nú verða flutt nokkur af hans helstu verkum. Þau spanna nánast allan tónsmíðaferil hans, allt frá hálfgerðum bernskubrekum til þess síðasta sem hann gerði. Alltaf ný og ný stílbrigði sem taka mið af sögunni,“ segir Hákon Leifsson kórstjóri um tónleika í Hörpu á sunnudag, helgaða minningu föður hans, Leifs Þórarinssonar (1934-1998). Verkin verða flutt í tímaröð. Elst þeirra er Barnalagaflokkurinn fyrir píanó sem Leifur skrifaði í Vínarborg árið 1954 fyrir Rögnvald Sigurjónsson. Síðar var eftirfarandi setning höfð eftir Rögnvaldi: „Sérstaka ánægju hef ég af Barnalagaflokknum hans Leifs, enda er hann orðinn klassískur og hefur í sér lífsneista sem á eftir að endast lengi.“ Titill tónleikanna er eflaust sóttur í þau orð, Lífsneistar Leifs. Það er Caput hópurinn sem stendur fyrir þessum viðburði en Hákon stjórnar flutningnum að nokkru leyti. Hann kveðst þó aldrei hafa heyrt eitt verkið sem þar verður flutt, Klasar nefnist það. Hákon kallar það píanóflipp. „Það hefur ekki verið flutt síðan árið 1967 þegar pabbi og Atli Heimir léku það saman í Ríkisútvarpinu en Valgerður Andrésdóttir sér um flutninginn núna.“ Afstæður voru samdar í New York árið 1960, fyrir fiðlu, píanó og selló, Hákon segir það stutt og spennandi verk sem geri feikna kröfur til flytjenda, þeir verða þau Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Snorri Sigfús Birgisson. Síðasta verkið á dagskránni er Grafskrift fyrir Bríeti, við ljóð Matthíasar Jochumsonar. Það var samið fyrir kvenraddir og hörpu og frumflutt við útför Bríetar Héðinsdóttur árið 1996 en aldrei verið flutt á tónleikum áður. Konur úr Kammerkór Grafarvogskirkju syngja það ásamt Elísabetu Waage. „Þau urðu dálítið samferða gegnum lífið pabbi og Bríet, voru saman í skóla og gott ef ekki Grænuborg. Svo vann pabbi oft í Þjóðleikhúsinu, hún var þar náttúrulega, þannig að þeirra vinfengi var margendurnýjað,“ lýsir Hákon. Hann getur þess líka að systir sín Alda Lóa sé að útbúa vef um föður þeirra og verið sé að rita allt höfundarverk hans til útgáfu.Lífsneistar Leifs verða í Norðurljósasalnum á sunnudaginn klukkan 17.15.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira