Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2014 13:02 Frá fundi kennara í Menntaskóla Reykjavíkur Vísir/GVA „Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum KÍ og samninganefndar ríkisins,“ segir í tilkynningu frá kennarafélaginu um ályktun þess á félagsfundi í morgun. Félagið krefst þess að launastig í framhaldsskólum verði stöðvað að kaupmáttarþróun launa framhaldsskólakennara verði til jafns við aðra háskólamenntaða starfsmenn ríkisins. „Skýrsla allra aðila vinnumarkaðarins frá október 2013 sýnir svart á hvítu að framhaldsskólakennarar hafa ekki fengið sömu launahækkanir og aðrir launamenn. Kaupmáttur launa framhaldsskólakennara hefur rýrnað um 4% frá árinu 2001 en á sama tíma hefur kaupmáttur í landinu aukist um 9,7%.“ Þá segir að framlög til framhaldsskóla á Íslandi séu langt undir meðaltali OECD landa og að stjórnvöld haldi skólunum í spennitreyju fjárskorts. „Launastika reiknilíkansins sem skammtar skólunum fjármagn hefur verið fölsuð þannig að skólarnir hafa ekki fengið það fjármagn sem þeim ber til þess að greiða kennurum laun.“Uppfært 13:14 Sömu kröfu hefur Kennarafélag Menntaskólans á Egilstöðum sett fram eins og fram kemur í ályktun frá fundi félagsmanna í morgun. „Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum skorar á ríkisvaldið að hefja nú þegar endurreisn framhaldsskólanna með því að greiða kennurum sambærileg laun við aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn.“ „Slök starfskjör ógna nýliðun og grafa undan gæðum skólastarfs. Það er ólíðandi fyrir félagsfólk KÍ í framhaldsskólum að þurfa nú enn einu sinni að fara í harða kjarabaráttu til þess að tryggja samkeppnishæft skólastarf og menntun sem stenst samanburð við önnur lönd og er íslensku þjóðinni til sóma.“Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð ályktaði einnig í morgun, en félagsmenn lýsa sárum vonbrigðum yfir snautlegu tilboði samninganefndar ríkissins. Þar var gert ráð fyrir launahækkun kennara um 2,8 prósent í samningi til 12 mánaða. „Fundurinn bendir á að laun framhaldsskólakennara hafa dregist langt aftur úr stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Munurinn nemur nú 17% en sífellt eru gerðar meiri og flóknari kröfur til framhaldsskólakennara í daglegu starfi. Auk þess sýnir skýrsla allra aðila á vinnumarkaði frá október 2013 svart á hvítu að laun framhaldsskólakennara hafa hækkað minna en hjá öllum öðrum á árunum 2006 til 2013. Slök starfskjör ógna nýliðun og grafa undan gæðum skólastarfs. Miskunnarlaus niðurskurður til framhaldsskólans undanfarinn áratug hefur stóraukið vinnuálag kennara og hamlar eðlilegri og brýnni þróun skólastigsins. Við það verður ekki unað lengur. Það er stjórnvöldum á Íslandi til skammar að félagsfólk KÍ í framhaldsskólum neyðist nú enn einu sinni til að fara í harða kjarabaráttu til þess að draga framhaldsskólann upp úr feni lágra launa og óviðunandi aðstöðu. Fundurinn skorar á fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að leita allra leiða til að leiðrétta launakjör framhaldsskólakennara, bæta starfsumhverfi stéttarinnar og koma með því í veg fyrir verkfall. Þannig verður stuðlað að því að tryggja gæði menntunar á Íslandi til framtíðar.“ Kennarar og stjórnendur Menntaskólans á Tröllaskaga krefjast þess að nýjir kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið feli í sér raunverulegar kjarabætur. „Að lágmarki ætti nýr samningur að fela í sér að bætt verði kjararýrnun sem framhaldsskólakennarar hafa orðið fyrir umfram viðmiðunarstéttir. Munurinn mælist 17% á dagvinnulaunum og 10% á heildarlaunum á tímabilinu 2006 til 2013. Þar að auki er þörf á að bæta starfsaðstæður og kjör ef mögulegt á að vera að auka gæði menntunar. Slæm starfskjör ógna nýliðun í stéttinni. Margir munu hætta vegna aldurs á næstu árum en aðsókn í kennaranám hefur hins vegar minnkað og er ekki að efa að slök launakjör og lenging námsins eru aðalástæður þess.“Uppfært14:10 Kennarar við Menntaskólann á Ísafirði lýsa yfir þungum áhyggjum, í ályktun sem samþykkt var í morgun, og mikilli óánægju vegna stöðu samningamála. „Laun kennara á Íslandi eru að engu leyti samanburðarhæf við laun sambærilegra stétta og kennara í nágrannalöndum okkar né heldur við kennaralaun í OECD ríkjunum. Mismunur á meðaldagvinnulaunum í framhaldsskólum og hjá samanburðarhópum er um 17%. Tilboð samninganefndar ríkisins upp á 2,8% hækkun er ekki tilboð til leiðréttingar. Því er ljóst að kennarar í framhaldsskólum landsins þurfa að fara í harða kjarabaráttu til að ná fram launaleiðréttingu. Kennarafélag Menntaskólans á Ísafirði lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir Félags framhaldsskólakennara og stjórnenda.“Uppfært 14:50 Stjórn Félags kennara við Menntaskólann í Reykjavík samþykkti í dag eftirfarandi ályktun:„Fundur kennara í Menntaskólanum í Reykjavík harmar þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum framhaldsskólakennara. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við forystu FF og hvetur til aðgerða til að knýja fram úrbætur. Við núverandi stöðu verður ekki unað lengur.“Uppfært 15:50 Fundur sem haldinn var í Félagi kennara Menntaskólans að Laugarvatni mánudaginn 3. febrúar lýsir fullum stuðningi við samninganefnd og forystu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Fundurinn hvetur fjármála– og menntamálaráðherra til að sýna starfi kennara meiri áhuga og virðingu. Fundurinn lýsir allri ábyrgð á hendur ráðherrunum vegna þeirra aðgerða sem kennarar gætu þurft að grípa til. Leiðrétting á kjörum framhaldsskólakennara og stjórnenda í framhaldsskólum er löngu tímabær.“ Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem uppi er í kjaradeilu FF og FS við ríkisvaldið og harmar metnaðarleysi stjórnvalda í málefnum framhaldsskólanna. „Langvarandi niðurskurður á fjárframlögum til íslenskra framhaldsskóla er fyrir löngu orðinn óþolandi. Hann kemur í veg fyrir eðlilega launaþróun starfsmanna skólanna, ógnar nýliðun í stéttinni og grefur undan gæðum skólastarfs og þar með gæðum almennrar menntunar í landinu. Laun framhaldsskólakennara standast hvorki samanburð við viðmiðunarstéttir innanlands né við kennaralaun í nágrannalöndunum, enda eru fjárframlög til framhaldskóla á Íslandi langt undir meðaltali OECD landa, auk þess sem dregið hefur verulega úr framlögum ríkisvaldsins til menntamála. Kaupmáttur launa framhaldsskólakennara, miðað við aðrar stéttir, hefur auk þess rýrnað mjög mikið á undanförnum misserum. Telur fundurinn þessa þróun með öllu óásættanlega. Því skorar fundurinn á stjórnvöld að mæta að samningaborðinu með raunhæfar tillögur til að leiðrétta kjör framhaldsskólakennara, með velferð framhaldsskólans í huga. Jafnframt lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við samninganefnd FF og FS og hvetur hana til að gefa ekki eftir.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum KÍ og samninganefndar ríkisins,“ segir í tilkynningu frá kennarafélaginu um ályktun þess á félagsfundi í morgun. Félagið krefst þess að launastig í framhaldsskólum verði stöðvað að kaupmáttarþróun launa framhaldsskólakennara verði til jafns við aðra háskólamenntaða starfsmenn ríkisins. „Skýrsla allra aðila vinnumarkaðarins frá október 2013 sýnir svart á hvítu að framhaldsskólakennarar hafa ekki fengið sömu launahækkanir og aðrir launamenn. Kaupmáttur launa framhaldsskólakennara hefur rýrnað um 4% frá árinu 2001 en á sama tíma hefur kaupmáttur í landinu aukist um 9,7%.“ Þá segir að framlög til framhaldsskóla á Íslandi séu langt undir meðaltali OECD landa og að stjórnvöld haldi skólunum í spennitreyju fjárskorts. „Launastika reiknilíkansins sem skammtar skólunum fjármagn hefur verið fölsuð þannig að skólarnir hafa ekki fengið það fjármagn sem þeim ber til þess að greiða kennurum laun.“Uppfært 13:14 Sömu kröfu hefur Kennarafélag Menntaskólans á Egilstöðum sett fram eins og fram kemur í ályktun frá fundi félagsmanna í morgun. „Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum skorar á ríkisvaldið að hefja nú þegar endurreisn framhaldsskólanna með því að greiða kennurum sambærileg laun við aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn.“ „Slök starfskjör ógna nýliðun og grafa undan gæðum skólastarfs. Það er ólíðandi fyrir félagsfólk KÍ í framhaldsskólum að þurfa nú enn einu sinni að fara í harða kjarabaráttu til þess að tryggja samkeppnishæft skólastarf og menntun sem stenst samanburð við önnur lönd og er íslensku þjóðinni til sóma.“Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð ályktaði einnig í morgun, en félagsmenn lýsa sárum vonbrigðum yfir snautlegu tilboði samninganefndar ríkissins. Þar var gert ráð fyrir launahækkun kennara um 2,8 prósent í samningi til 12 mánaða. „Fundurinn bendir á að laun framhaldsskólakennara hafa dregist langt aftur úr stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Munurinn nemur nú 17% en sífellt eru gerðar meiri og flóknari kröfur til framhaldsskólakennara í daglegu starfi. Auk þess sýnir skýrsla allra aðila á vinnumarkaði frá október 2013 svart á hvítu að laun framhaldsskólakennara hafa hækkað minna en hjá öllum öðrum á árunum 2006 til 2013. Slök starfskjör ógna nýliðun og grafa undan gæðum skólastarfs. Miskunnarlaus niðurskurður til framhaldsskólans undanfarinn áratug hefur stóraukið vinnuálag kennara og hamlar eðlilegri og brýnni þróun skólastigsins. Við það verður ekki unað lengur. Það er stjórnvöldum á Íslandi til skammar að félagsfólk KÍ í framhaldsskólum neyðist nú enn einu sinni til að fara í harða kjarabaráttu til þess að draga framhaldsskólann upp úr feni lágra launa og óviðunandi aðstöðu. Fundurinn skorar á fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að leita allra leiða til að leiðrétta launakjör framhaldsskólakennara, bæta starfsumhverfi stéttarinnar og koma með því í veg fyrir verkfall. Þannig verður stuðlað að því að tryggja gæði menntunar á Íslandi til framtíðar.“ Kennarar og stjórnendur Menntaskólans á Tröllaskaga krefjast þess að nýjir kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið feli í sér raunverulegar kjarabætur. „Að lágmarki ætti nýr samningur að fela í sér að bætt verði kjararýrnun sem framhaldsskólakennarar hafa orðið fyrir umfram viðmiðunarstéttir. Munurinn mælist 17% á dagvinnulaunum og 10% á heildarlaunum á tímabilinu 2006 til 2013. Þar að auki er þörf á að bæta starfsaðstæður og kjör ef mögulegt á að vera að auka gæði menntunar. Slæm starfskjör ógna nýliðun í stéttinni. Margir munu hætta vegna aldurs á næstu árum en aðsókn í kennaranám hefur hins vegar minnkað og er ekki að efa að slök launakjör og lenging námsins eru aðalástæður þess.“Uppfært14:10 Kennarar við Menntaskólann á Ísafirði lýsa yfir þungum áhyggjum, í ályktun sem samþykkt var í morgun, og mikilli óánægju vegna stöðu samningamála. „Laun kennara á Íslandi eru að engu leyti samanburðarhæf við laun sambærilegra stétta og kennara í nágrannalöndum okkar né heldur við kennaralaun í OECD ríkjunum. Mismunur á meðaldagvinnulaunum í framhaldsskólum og hjá samanburðarhópum er um 17%. Tilboð samninganefndar ríkisins upp á 2,8% hækkun er ekki tilboð til leiðréttingar. Því er ljóst að kennarar í framhaldsskólum landsins þurfa að fara í harða kjarabaráttu til að ná fram launaleiðréttingu. Kennarafélag Menntaskólans á Ísafirði lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir Félags framhaldsskólakennara og stjórnenda.“Uppfært 14:50 Stjórn Félags kennara við Menntaskólann í Reykjavík samþykkti í dag eftirfarandi ályktun:„Fundur kennara í Menntaskólanum í Reykjavík harmar þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum framhaldsskólakennara. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við forystu FF og hvetur til aðgerða til að knýja fram úrbætur. Við núverandi stöðu verður ekki unað lengur.“Uppfært 15:50 Fundur sem haldinn var í Félagi kennara Menntaskólans að Laugarvatni mánudaginn 3. febrúar lýsir fullum stuðningi við samninganefnd og forystu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Fundurinn hvetur fjármála– og menntamálaráðherra til að sýna starfi kennara meiri áhuga og virðingu. Fundurinn lýsir allri ábyrgð á hendur ráðherrunum vegna þeirra aðgerða sem kennarar gætu þurft að grípa til. Leiðrétting á kjörum framhaldsskólakennara og stjórnenda í framhaldsskólum er löngu tímabær.“ Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem uppi er í kjaradeilu FF og FS við ríkisvaldið og harmar metnaðarleysi stjórnvalda í málefnum framhaldsskólanna. „Langvarandi niðurskurður á fjárframlögum til íslenskra framhaldsskóla er fyrir löngu orðinn óþolandi. Hann kemur í veg fyrir eðlilega launaþróun starfsmanna skólanna, ógnar nýliðun í stéttinni og grefur undan gæðum skólastarfs og þar með gæðum almennrar menntunar í landinu. Laun framhaldsskólakennara standast hvorki samanburð við viðmiðunarstéttir innanlands né við kennaralaun í nágrannalöndunum, enda eru fjárframlög til framhaldskóla á Íslandi langt undir meðaltali OECD landa, auk þess sem dregið hefur verulega úr framlögum ríkisvaldsins til menntamála. Kaupmáttur launa framhaldsskólakennara, miðað við aðrar stéttir, hefur auk þess rýrnað mjög mikið á undanförnum misserum. Telur fundurinn þessa þróun með öllu óásættanlega. Því skorar fundurinn á stjórnvöld að mæta að samningaborðinu með raunhæfar tillögur til að leiðrétta kjör framhaldsskólakennara, með velferð framhaldsskólans í huga. Jafnframt lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við samninganefnd FF og FS og hvetur hana til að gefa ekki eftir.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira