Elías Már: Verðum ekki í botnbaráttu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2014 06:00 Mynd/Aðsend „Þetta var það sem við lögðum upp með – við ætlum að vera harðir í leiknum og láta finna fyrir okkur,“ segir Elías Már Ómarsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið um 2-0 sigurinn á Breiðabliki í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á mánudagskvöldið. Elías átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði bæði mörk liðsins en hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Nettó-vellinum á mánudagskvöldið. „Það var bara baráttan í liðinu og liðsheildin. Það gekk allt sem við lögðum upp með. Varnarlínan var virkilega sterk og síðan nýttum við færin,“ segir Elías Már aðspurður hvað hann var ánægðastur með í leiknum. Hann kemur inn á varnarleikinn sem hefur verið sterkur hjá Keflavík í sumar. Liðið fékk á sig 47 mörk síðasta sumar, næstflest í deildinni á eftir ÍA sem féll, en er aðeins búið að fá á sig eitt mark núna og því hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá. „Það hefur verið farið vel yfir varnarleikinn og hann er núna virkilega sterkur hjá okkur, sem er mjög gott. Það er líka mjög góður mórall í liðinu og liðsheildin öflug,“ segir Elías Már.Alveg sama um spárnar Keflavík var almennt ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Flestir spáðu því við fallsvæðið en sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum gengu svo langt að spá liðinu falli. Þessum spám eru Keflvíkingar nú að troða upp í menn. „Okkur er eiginlega alveg sama um þetta. Við vitum alveg hvað við getum og við ætlum ekkert að falla. Við ætlum að vera í efri hlutanum í deildinni og pælum ekkert í þessu. Menn munu bara sjá þetta í lok tímabilsins. Við verðum ekki á meðal neðstu liða,“ segir Elías Már. Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, er að gera virkilega góða hluti með Keflavík eins og síðast þegar hann var þar við stjórnvölinn. Kristján og Keflavík virðast einfaldlega passa saman en hvað gerir hann svona góðan í Bítlabænum? „Hann kemur bara með sterkan móral inn í liðið. Hann er frábær karakter og virkilega góður þjálfari,“ segir Elías Már en Kristján er skipulagður þjálfari og leggur leiki Keflavíkur afar vel upp, eins og sést hefur í fyrstu þremur umferðunum. „Kristján vinnur heimavinnuna sína vel. Hann fer rækilega yfir hin liðin og sýnir okkur klippur þar sem farið er yfir hvað við þurfum að gera og hvað við eigum ekki að gera. Við hlustum á hann í einu og öllu,“ segir Elías Már.Atvinnumennska er draumurinn Elías Már skoraði tvö mörk í 16 leikjum í deildinni í fyrra en er nú kominn með tvö mörk í tveimur leikjum. Hefur hann sett sér einhver persónuleg takmörk fyrir sumarið? „Ég stefni bara á að spila mikið og spila vel fyrir Keflavík. Mörkin eru bara aukaatriði. Ég vil bara ná sem bestum árangri með liðinu,“ segir Elías Már, sem er nú búinn að skora tvö ár í röð á móti Breiðabliki. „Mér er ekkert illa við þá. Þetta er bara algjör tilviljun. Ég verð núna að fara að skora á móti einhverjum öðrum líka,“ segir hann og hlær. Þessi ungi og efnilegi framherji er fæddur árið 1995 og var með U19 ára liðinu í sumar sem fór í milliriðlaundankeppni EM. Draumurinn hjá honum, eins og svo mörgum ungum spilurum, er að komast í atvinnumennsku. „Allt frá því að ég byrjaði í fótbolta hefur stefnan verið sett á atvinnumennsku og vonandi gerist það einhvern tímann,“ segir Elías sem hefur lagt mikið á sig í vetur til að vera í sem bestu standi fyrir Pepsi-deildina og er að uppskera. „Ég tók mér frí í skólanum þessa önn því ég ætlaði að einbeita mér að sumrinu og reyna að spila vel. Ég fer á hverjum degi með vini mínum, Theodór Guðna (Halldórssyni), á aukaæfingar og í ræktina. Við vinnum mikið í þessu saman og styðjum hvor annan alveg hundrað prósent,“ segir Elías Már Ómarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Elías Már sá um Blika Keflavík er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Breiðabliki í kvöld. 12. maí 2014 13:53 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Þetta var það sem við lögðum upp með – við ætlum að vera harðir í leiknum og láta finna fyrir okkur,“ segir Elías Már Ómarsson, framherji Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið um 2-0 sigurinn á Breiðabliki í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á mánudagskvöldið. Elías átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði bæði mörk liðsins en hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína á Nettó-vellinum á mánudagskvöldið. „Það var bara baráttan í liðinu og liðsheildin. Það gekk allt sem við lögðum upp með. Varnarlínan var virkilega sterk og síðan nýttum við færin,“ segir Elías Már aðspurður hvað hann var ánægðastur með í leiknum. Hann kemur inn á varnarleikinn sem hefur verið sterkur hjá Keflavík í sumar. Liðið fékk á sig 47 mörk síðasta sumar, næstflest í deildinni á eftir ÍA sem féll, en er aðeins búið að fá á sig eitt mark núna og því hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá. „Það hefur verið farið vel yfir varnarleikinn og hann er núna virkilega sterkur hjá okkur, sem er mjög gott. Það er líka mjög góður mórall í liðinu og liðsheildin öflug,“ segir Elías Már.Alveg sama um spárnar Keflavík var almennt ekki spáð góðu gengi í Pepsi-deildinni. Flestir spáðu því við fallsvæðið en sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum gengu svo langt að spá liðinu falli. Þessum spám eru Keflvíkingar nú að troða upp í menn. „Okkur er eiginlega alveg sama um þetta. Við vitum alveg hvað við getum og við ætlum ekkert að falla. Við ætlum að vera í efri hlutanum í deildinni og pælum ekkert í þessu. Menn munu bara sjá þetta í lok tímabilsins. Við verðum ekki á meðal neðstu liða,“ segir Elías Már. Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, er að gera virkilega góða hluti með Keflavík eins og síðast þegar hann var þar við stjórnvölinn. Kristján og Keflavík virðast einfaldlega passa saman en hvað gerir hann svona góðan í Bítlabænum? „Hann kemur bara með sterkan móral inn í liðið. Hann er frábær karakter og virkilega góður þjálfari,“ segir Elías Már en Kristján er skipulagður þjálfari og leggur leiki Keflavíkur afar vel upp, eins og sést hefur í fyrstu þremur umferðunum. „Kristján vinnur heimavinnuna sína vel. Hann fer rækilega yfir hin liðin og sýnir okkur klippur þar sem farið er yfir hvað við þurfum að gera og hvað við eigum ekki að gera. Við hlustum á hann í einu og öllu,“ segir Elías Már.Atvinnumennska er draumurinn Elías Már skoraði tvö mörk í 16 leikjum í deildinni í fyrra en er nú kominn með tvö mörk í tveimur leikjum. Hefur hann sett sér einhver persónuleg takmörk fyrir sumarið? „Ég stefni bara á að spila mikið og spila vel fyrir Keflavík. Mörkin eru bara aukaatriði. Ég vil bara ná sem bestum árangri með liðinu,“ segir Elías Már, sem er nú búinn að skora tvö ár í röð á móti Breiðabliki. „Mér er ekkert illa við þá. Þetta er bara algjör tilviljun. Ég verð núna að fara að skora á móti einhverjum öðrum líka,“ segir hann og hlær. Þessi ungi og efnilegi framherji er fæddur árið 1995 og var með U19 ára liðinu í sumar sem fór í milliriðlaundankeppni EM. Draumurinn hjá honum, eins og svo mörgum ungum spilurum, er að komast í atvinnumennsku. „Allt frá því að ég byrjaði í fótbolta hefur stefnan verið sett á atvinnumennsku og vonandi gerist það einhvern tímann,“ segir Elías sem hefur lagt mikið á sig í vetur til að vera í sem bestu standi fyrir Pepsi-deildina og er að uppskera. „Ég tók mér frí í skólanum þessa önn því ég ætlaði að einbeita mér að sumrinu og reyna að spila vel. Ég fer á hverjum degi með vini mínum, Theodór Guðna (Halldórssyni), á aukaæfingar og í ræktina. Við vinnum mikið í þessu saman og styðjum hvor annan alveg hundrað prósent,“ segir Elías Már Ómarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Elías Már sá um Blika Keflavík er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Breiðabliki í kvöld. 12. maí 2014 13:53 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Elías Már sá um Blika Keflavík er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Breiðabliki í kvöld. 12. maí 2014 13:53