Úr byggingageiranum í bókaskrif Kristjana Arnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 12:30 Filippus hefur starfað í byggingageiranum í marga áratugi. Hann segir að hálf glæpasaga hvíli í skrifborðskúffunni. fréttablaðið/valli „Þetta var eitthvað sem ég vissi ekki að ég byggi yfir,“ segir Filippus Gunnar Árnason, sem ákvað að láta gamlan draum rætast og gefa út barnabækur. Þær fjalla um hinn fimm ára Kalla kalda sem býr í stóru húsi í Reykjavík og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Sögurnar um Kalla kalda hafa fylgt Filippusi frá því í barnæsku. „Pabbi sagði okkur systur minni sögur af Kalla þegar við vorum lítil. Ég mundi sögurnar ekki vel en karakterinn var alveg fastur í höfðinu á mér. Ég settist niður og skrifaði fyrstu söguna og svo komu bækur númer tvö og þrjú,“ segir Filippus, sem skráði sig á námskeið í endurmenntunardeild Háskóla Íslands og þá varð ekki aftur snúið. Filippus hefur unnið í byggingageiranum í áratugi, allt annað en börnin hans sem öll lögðu fyrir sig listina; Nína Dögg fór í leiklist og Árni í kvikmyndagerð en tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink heitinn var einnig stjúpsonur Filippusar og ólst hann upp á heimilinu. „Ég var aðeins 18 ára þegar Nína fæddist svo það æxlaðist bara þannig að maður fór út á vinnumarkaðinn. Þar hefur maður verið síðan. Það væri auðvitað draumur að skipta úr byggingabransanum og yfir í bækurnar en ég held að maður verði að vera raunsær í þessu. En ég er, líkt og nánast allir sem eru eitthvað að pára, með hálfa glæpasögu ofan í skúffu. Hvort hún verður einhvern tíma að veruleika veit ég ekki.“ Filippus verður í Eymundsson á fimmtudag en þar verður bækurnar um Kalla kalda á tilboðsverði og boðið verður upp á blöðrur og djús fyrir yngri kynslóðina. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég vissi ekki að ég byggi yfir,“ segir Filippus Gunnar Árnason, sem ákvað að láta gamlan draum rætast og gefa út barnabækur. Þær fjalla um hinn fimm ára Kalla kalda sem býr í stóru húsi í Reykjavík og lendir þar í ýmsum ævintýrum. Sögurnar um Kalla kalda hafa fylgt Filippusi frá því í barnæsku. „Pabbi sagði okkur systur minni sögur af Kalla þegar við vorum lítil. Ég mundi sögurnar ekki vel en karakterinn var alveg fastur í höfðinu á mér. Ég settist niður og skrifaði fyrstu söguna og svo komu bækur númer tvö og þrjú,“ segir Filippus, sem skráði sig á námskeið í endurmenntunardeild Háskóla Íslands og þá varð ekki aftur snúið. Filippus hefur unnið í byggingageiranum í áratugi, allt annað en börnin hans sem öll lögðu fyrir sig listina; Nína Dögg fór í leiklist og Árni í kvikmyndagerð en tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink heitinn var einnig stjúpsonur Filippusar og ólst hann upp á heimilinu. „Ég var aðeins 18 ára þegar Nína fæddist svo það æxlaðist bara þannig að maður fór út á vinnumarkaðinn. Þar hefur maður verið síðan. Það væri auðvitað draumur að skipta úr byggingabransanum og yfir í bækurnar en ég held að maður verði að vera raunsær í þessu. En ég er, líkt og nánast allir sem eru eitthvað að pára, með hálfa glæpasögu ofan í skúffu. Hvort hún verður einhvern tíma að veruleika veit ég ekki.“ Filippus verður í Eymundsson á fimmtudag en þar verður bækurnar um Kalla kalda á tilboðsverði og boðið verður upp á blöðrur og djús fyrir yngri kynslóðina.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira