Menning

Hugmyndin að fólk geti fengið sér kaffi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gerhard König styrkir steinvegginn með múrsteinum. Matthew Chalk fylgist með.
Gerhard König styrkir steinvegginn með múrsteinum. Matthew Chalk fylgist með.
„Húsið var tekið niður árið 2008 en verður endurbyggt í upprunalegri mynd og á að verða fokhelt fyrir veturinn,“ segir Ólafur Jóhann Engilbertsson um framkvæmdir sumarsins í Selárdal í Arnarfirði.

Hann er í félagi um listasafn Samúels Jónssonar og heldur utan um fjárreiður þess.

„Hugmyndin er að fólk geti í framtíðinni fengið sér kaffi hér og keypt minjagripi og á efri hæðinni verði íbúð fyrir lista- og fræðafólk,“ segir Ólafur.

Gerhard König, sérfræðingur í steypuviðgerðum, er verkstjóri á staðnum. Hann sér um steinvegginn á húsinu en þrjár hliðar af fjórum eru úr timbri og smiðir frá Tálknafirði eru að ganga frá þeim.

Endurbætur á listaverkum Samúels við húsið hófust fyrir sextán árum. „Sjálfboðaliðar af fjölmörgum þjóðernum hafa unnið með König, margir þeirra listnemar, sumir hafa gert lokaverkefnin sín um þennan stað,“ lýsir Ólafur.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði endurbyggingunni lið nýlega en Ólafur segir verkefnið háð frjálsum framlögum. Frekar er hægt að fræðast um það á http://sogumidlun.is/pdf/samuel_net.pdf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×