Hugmyndin að fólk geti fengið sér kaffi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 15:00 Gerhard König styrkir steinvegginn með múrsteinum. Matthew Chalk fylgist með. „Húsið var tekið niður árið 2008 en verður endurbyggt í upprunalegri mynd og á að verða fokhelt fyrir veturinn,“ segir Ólafur Jóhann Engilbertsson um framkvæmdir sumarsins í Selárdal í Arnarfirði. Hann er í félagi um listasafn Samúels Jónssonar og heldur utan um fjárreiður þess. „Hugmyndin er að fólk geti í framtíðinni fengið sér kaffi hér og keypt minjagripi og á efri hæðinni verði íbúð fyrir lista- og fræðafólk,“ segir Ólafur. Gerhard König, sérfræðingur í steypuviðgerðum, er verkstjóri á staðnum. Hann sér um steinvegginn á húsinu en þrjár hliðar af fjórum eru úr timbri og smiðir frá Tálknafirði eru að ganga frá þeim. Endurbætur á listaverkum Samúels við húsið hófust fyrir sextán árum. „Sjálfboðaliðar af fjölmörgum þjóðernum hafa unnið með König, margir þeirra listnemar, sumir hafa gert lokaverkefnin sín um þennan stað,“ lýsir Ólafur. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði endurbyggingunni lið nýlega en Ólafur segir verkefnið háð frjálsum framlögum. Frekar er hægt að fræðast um það á http://sogumidlun.is/pdf/samuel_net.pdf. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Húsið var tekið niður árið 2008 en verður endurbyggt í upprunalegri mynd og á að verða fokhelt fyrir veturinn,“ segir Ólafur Jóhann Engilbertsson um framkvæmdir sumarsins í Selárdal í Arnarfirði. Hann er í félagi um listasafn Samúels Jónssonar og heldur utan um fjárreiður þess. „Hugmyndin er að fólk geti í framtíðinni fengið sér kaffi hér og keypt minjagripi og á efri hæðinni verði íbúð fyrir lista- og fræðafólk,“ segir Ólafur. Gerhard König, sérfræðingur í steypuviðgerðum, er verkstjóri á staðnum. Hann sér um steinvegginn á húsinu en þrjár hliðar af fjórum eru úr timbri og smiðir frá Tálknafirði eru að ganga frá þeim. Endurbætur á listaverkum Samúels við húsið hófust fyrir sextán árum. „Sjálfboðaliðar af fjölmörgum þjóðernum hafa unnið með König, margir þeirra listnemar, sumir hafa gert lokaverkefnin sín um þennan stað,“ lýsir Ólafur. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði endurbyggingunni lið nýlega en Ólafur segir verkefnið háð frjálsum framlögum. Frekar er hægt að fræðast um það á http://sogumidlun.is/pdf/samuel_net.pdf.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira