Antíkbúðum í miðborginni fækkar Brjánn Jónasson skrifar 5. mars 2014 07:00 Viðskiptavinir geta kíkt í Antikmuni út fyrstu vikuna í apríl en eftir það verður versluninni lokað eftir rúmlega 20 ár við Klapparstíginn, segir Ari Magnússon, eigandi verslunarinnar. Fréttablaðið/GVA Eigandi verslunarinnar Antikmuna á Klapparstíg hefur ákveðið að loka versluninni eftir 40 ára rekstur í miðborginni. Verslunin mun loka eftir næstu mánaðarmót, um svipað leiti og Fríða frænka. Eftir verða tvær antikverslanir í miðborginni, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þegar maður stendur á krossgötum er bæði ákveðin eftirvænting í því að takast á við eitthvað nýtt, en um leið söknuður eftir þessu gamla. Ég er búinn að vera hérna í rúmlega tuttugu ár,“ segir Ari Magnússon, eigandi Antikmuna. Ari segir húsnæðið einfaldlega of dýrt miðað við veltu verslunarinnar. „Það koma alltaf tískusveiflur í þessum bransa, það var til dæmis mjög mikið um að vera á tíunda áratugnum,“ segir Ari. „Það komu til mín ungar athafnakonur sem leist svo vel á þennan stað og langar til að vera með verslun með hönnun fyrir túristana. Mér leist svo ljómandi vel á þetta að ég ákvað að leigja þeim húsnæðið,“ segir Ari. Antikmunir tók til starfa á Laufásveginum árið 1974, en móðir Ara tók við rekstrinum tveimur árum síðar. Verslunin flutti svo á Klapparstíginn árið 1992, en þá hafði Ari hætt á sjó og tekið við rekstrinum af móður sinni. „Við verðum með opið áfram fram í fyrstu vikuna í apríl,“ segir Ari. Hann segir mikið til af fallegum munum og allt verði selt á útsölu áður en verslunin loki. Útsalan hefst á fimmtudag. Hann segir árin í miðborginni hafa verið góð, en segir framkvæmdir þar hafa sett svartan blett á þann tíma. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir reksturinn þegar framkvæmdir sem hafa verið í gangi hér hafa dregist úr hömlu.“ Ari er þó ekki alveg hættur í antikvörunum, því hann ætlar að koma sér upp aðstöðu til að gera við og verðmeta fyrir þá sem hafi áhuga á slíkri þjónustu.Anna Ringsted er eigandi Fríðu frænku.Fréttablaðið/GVASelur antik á netinu Antikmunir er ekki eina antikverslunin í miðborginni sem fer að loka dyrunum í síðasta skipti. Verslunin Fríða frænka skellir í lás um mánaðarmótin, segir Anna Ringsted, eigandi verslunarinnar. „Ég ætla að hætta á toppnum, mig langar til að breyta til. Það fylgir þessu brjálæðislega mikil vinna, og ég ákvað að hætta áður en ég fengi nóg,“ segir Anna. Hún segir reksturinn blómlegan, og vistina í miðborginni hafa verið góða. Nú ætlar hún hins vegar að söðla um og stefnir á að opna vefverslun með antikmuni með haustinu. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Eigandi verslunarinnar Antikmuna á Klapparstíg hefur ákveðið að loka versluninni eftir 40 ára rekstur í miðborginni. Verslunin mun loka eftir næstu mánaðarmót, um svipað leiti og Fríða frænka. Eftir verða tvær antikverslanir í miðborginni, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þegar maður stendur á krossgötum er bæði ákveðin eftirvænting í því að takast á við eitthvað nýtt, en um leið söknuður eftir þessu gamla. Ég er búinn að vera hérna í rúmlega tuttugu ár,“ segir Ari Magnússon, eigandi Antikmuna. Ari segir húsnæðið einfaldlega of dýrt miðað við veltu verslunarinnar. „Það koma alltaf tískusveiflur í þessum bransa, það var til dæmis mjög mikið um að vera á tíunda áratugnum,“ segir Ari. „Það komu til mín ungar athafnakonur sem leist svo vel á þennan stað og langar til að vera með verslun með hönnun fyrir túristana. Mér leist svo ljómandi vel á þetta að ég ákvað að leigja þeim húsnæðið,“ segir Ari. Antikmunir tók til starfa á Laufásveginum árið 1974, en móðir Ara tók við rekstrinum tveimur árum síðar. Verslunin flutti svo á Klapparstíginn árið 1992, en þá hafði Ari hætt á sjó og tekið við rekstrinum af móður sinni. „Við verðum með opið áfram fram í fyrstu vikuna í apríl,“ segir Ari. Hann segir mikið til af fallegum munum og allt verði selt á útsölu áður en verslunin loki. Útsalan hefst á fimmtudag. Hann segir árin í miðborginni hafa verið góð, en segir framkvæmdir þar hafa sett svartan blett á þann tíma. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir reksturinn þegar framkvæmdir sem hafa verið í gangi hér hafa dregist úr hömlu.“ Ari er þó ekki alveg hættur í antikvörunum, því hann ætlar að koma sér upp aðstöðu til að gera við og verðmeta fyrir þá sem hafi áhuga á slíkri þjónustu.Anna Ringsted er eigandi Fríðu frænku.Fréttablaðið/GVASelur antik á netinu Antikmunir er ekki eina antikverslunin í miðborginni sem fer að loka dyrunum í síðasta skipti. Verslunin Fríða frænka skellir í lás um mánaðarmótin, segir Anna Ringsted, eigandi verslunarinnar. „Ég ætla að hætta á toppnum, mig langar til að breyta til. Það fylgir þessu brjálæðislega mikil vinna, og ég ákvað að hætta áður en ég fengi nóg,“ segir Anna. Hún segir reksturinn blómlegan, og vistina í miðborginni hafa verið góða. Nú ætlar hún hins vegar að söðla um og stefnir á að opna vefverslun með antikmuni með haustinu.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira