Fótbolti

Tíu þúsund vilja ekki sjá Cleverley í landsliðinu

Cleverley á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.
Cleverley á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. vísir/getty
Tom Cleverley er ekki vinsælasti knattspyrnumaðurinn á Englandi í dag. Hann er reyndar svo óvinsæll að búið er að setja af stað undirskriftasöfnun þar sem landsliðsþjálfarinn, Roy Hodgson, er hvattur til þess að velja hann ekki í HM-hóp sinn.

Þegar hafa yfir 10 þúsund manns skráð sig á listann og sú tala mun líklega bara fara hækkandi næstu daga.

Miðjumaðurinn hefur verið mjög dapur í liði Man. Utd í vetur og þessi hópur telur hann ekki eiga skilið sæti í enska landsliðinu.

"Svona vinnubrögð heilla mig ekki. Hann á skilið að vera í 30 manna hópnum enda gert margt gott," sagði Hodgson en hann er allt annað en kátur með þetta framtak.

"Það er ekki rétt að ráðast svona á einn mann út af gengi Man. Utd í vetur. Ég vona svo sannarlega að ég þurfi aldrei að velja í liðið út af einhverjum undirskriftalistum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×