Fótbolti

Hernandez feginn að fá loksins að spila

Hernandez rífst við dómarann í landsleik.
Hernandez rífst við dómarann í landsleik. vísir/getty
Mexíkóinn Javier Hernandez er orðinn ansi pirraður á því hversu lítið hann fær að spila hjá Man. Utd. Hann hefur aðeins verið fjórum sinnum í byrjunarliðinu í vetur.

Hann fær þó að spila í dag með mexíkóska landsliðinu gegn Nígeríu. Framherjinn er afar ánægður með það.

"Ég er mjög spenntur fyrir því að spila fótbolta þar sem félagið mitt hefur ekki mikinn áhuga á því að nota mig," sagði Hernandez.

"Ég er þakklátur fyrir að hafa verið kallaður í landsliðið eins og alltaf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×