Getur ekki fylgt dóttur sinni upp að altarinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2014 14:22 VÍSIR/GVA „Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira