Getur ekki fylgt dóttur sinni upp að altarinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2014 14:22 VÍSIR/GVA „Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Það hvarflaði aldrei að okkur að hjólastólaaðgengi í kirkju væri ekki tryggt,“ segir Signý Friðriksdóttir, en hún og unnusti hennar, Magnús Theódórsson ætla að gifta sig í júní næstkomandi. Af tilfinningalegum ástæðum var ákveðið að athöfnin færi fram í Háteigskirkju. Faðir Signýjar er svaramaður þeirra, en hann notast við hjólastól. Óskað var eftir að settur yrði upp rampur svo hann kæmist að altarinu. Þeirri beiðni var hafnað af presti í Háteigskirkju. „Kirkjuvörðurinn sagði að eina lausnin væri að lyfta upp stólnum. Það er bara ekki boðlegt. Pabbi er 2 metrar á hæð og 100 kíló. Þetta yrði bara niðurlægjandi fyrir hann.“ Signý talaði við prest fatlaðra, Guðnýju Hallgrímsdóttur, sem hafði samband við prestinn í Háteigskirkju. Presturinn kom með þá lausn að Signý gæti sjálf komið með ramp með því skilyrði að hann yrði fjarlægður strax að athöfn lokinni. „Presturinn og kirkjuvörðurinn í Háteigskirkju standa við þá ákvörðun að hafa ekki aðgengi fyrir hjólastóla upp að altarinu og ætla sér ekki að breyta því.“ Kirkjuvörður í Háteigskirkju segir Signýju vera þá fyrstu sem kemur með slíka beiðni og segir engan starfsmann kirkjunnar kannast við það beiðni sem þessi hafi borist á borð þeirra. Signý er reið og undrandi yfir þessari framkomu. Leitað var lausna í þessu máli en án árangurs. Kirkjan var því afbókuð en farið var fram á þá kröfu að kirkjan myndi greiða reikninginn vegna nýrra boðskorta. „Takk fyrir að láta mig vita, ég afbóka ykkur - við borgum enga reikninga,“ stóð í bréfi kirkjuvarðarins. Signý og Magnús munu láta gefa sig saman í Guðríðarkirkju, þar sem aðgengi fatlaðra er að fullu tryggt.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira