Námsráðgjafi hjálpar föngum í frítíma sínum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Afplánun er einmanalegur tími. Margir fangar vilja nýta tímann til náms. FRÉTTABLAÐIÐ/ Pétur „Ég kem við hjá þeim á leiðinni heim eftir vinnu,“ segir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem vill ekki bregðast þeim föngum sem þurfa námsráðgjöf á Kvíabryggju en fá ekki vegna fjárskorts og leggur því lykkju á leið sína til þeirra í lok dags. „Við sóttum um fé til að sjá um námsráðgjöf á Kvíabryggju. Málavextir eru þeir að námsráðgjafi sem á að anna Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju kemst ekki yfir verkefnin. Hún hefur nóg með að keyra á milli Litla-Hrauns og Sogns til að veita ráðgjöf og er auðvitað eins og hefur verið sagt frá í fréttum aðeins í hálfri stöðu frá FSu. Þessi málaflokkur hefur verið skorinn niður.Helga Lind vill ekki bregðast föngum á Kvíabryggju og aðstoðar þá í sjálfboðavinnu.Fara aftarlega í röðinaHelga Lind segir óvissu fanga enn meiri en áður. Fyrir liggi að ekki verði greitt fyrir námsráðgjöf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga eftir áramót. Þá hafi fangar ekki fengið skýr svör um það hvort þeir lenda í biðröð eftir plássi í framhaldsskóla vegna aldurstakmarkana sem verða settar. „Það er búið að láta mig vita af því að það verður ekkert greitt eftir áramót í þessa stöðu. Það eru nýir fangar að koma til afplánunar á Kvíabryggju innan skamms. Hvaða svör fá þeir? Þau eru engin mér vitandi og það er óásættanlegt. Ef þú ætlar að gefa föngum von, þá verða þeir að hafa markmið. Það bíður ekki neitt eftir þeim. Þeir fara aftarlega í röðina þegar kemur að plássum í framhaldsskóla því nýnemar ganga fyrir, átján ára og yngri.“Einmanalegur tími Í Fréttablaðinu hefur nýverið verið fjallað um mismunun fanga eftir því hvar þeir afplána dóma sína og rætt við Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur, aðferðafræðikennara við Háskóla Íslands, um lögbundinn rétt fanga til náms. Umfjöllunin varpaði ljósi á misjafnan aðbúnað fanga til náms og hversu miklu máli það skiptir að vinna betur að málaflokknum. Inga Guðrún fylgdi eftir átta föngum í rannsókn sinni á aðbúnaði fanga í námi. Einn þeirra segir hér frá reynslu sinni. Hann kýs að koma fram nafnlaust vegna þess að hann óttast atvinnuöryggi sitt og vill hlífa fjölskyldu sinni við áreiti.Tíminn lengi að líðaFanginn sem um ræðir hafði óvanalega traustan grunn. Hann hafði lokið framhaldsskólaprófi. Ekkert háskólanám var í boði þegar hann hóf afplánun og því ákvað hann að hefja undirbúning að því til að sitja ekki iðjulaus. „Fljótlega eftir að ég kom á Litla-Hraun sóttist ég eftir frekara námi á framhaldsskólastigi, enda var ekki háskólanám í neinu formi í boði á þeim tíma sem ég var í afplánun, aðallega til að búa mig undir háskólanám sem ég vonaðist eftir að myndi verða í boði síðar í afplánun minni eða þegar ég lyki afplánun. Ég tók kúrsa í náttúrufræði og raungreinum. Það gekk vel og ég safnaði fullt af einingum. Þar sem tíminn í afplánun er lengi að líða og getur verið einmanalegur er best að hafa eitthvað fyrir stafni til að láta tímann líða og til að staðna ekki á meðan. Í seinni hluta afplánunar minnar gafst mér kostur á að stunda fjarnám við háskóla, sem ég gerði en á enn ólokið því námi.“Lítill aðgangur að neti Spurður um hindranir í námi nefnir hann að aðgangur að neti hafi verið takmarkaður. „Þegar ég var í afplánun voru aðstæður ekki góðar til náms í háskóla. Aðgengi að netinu var mjög takmarkað og það er lítil sem engin aðstoð í þannig námi. Mér skilst að það hafi breyst eitthvað, enda hafa nokkrir stundað háskólanám í afplánun eftir að ég lauk afplánun en hvort þeir hafa lokið námi eður ei veit ég ekki.“Aðstoð langt fram á kvöldFanginn nefnir að hann viti til þess að námsráðgjafi á Litla-Hrauni sem nú hefur hætt störfum hafi unnið langtum meira en til var ætlast vegna brýnnar þarfar þótt hún hafi ekki fengið greitt fyrir þá vinnu. „Hún aðstoðaði nemendur fram á kvöld eftir að hefðbundnum skóladegi lauk, tók símaviðtöl utan vinnutíma og kom í fangelsið vegna sérstakra aðstæðna utan vinnutíma til þess eins að veita nemendum bestu mögulegu aðstoð.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
„Ég kem við hjá þeim á leiðinni heim eftir vinnu,“ segir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem vill ekki bregðast þeim föngum sem þurfa námsráðgjöf á Kvíabryggju en fá ekki vegna fjárskorts og leggur því lykkju á leið sína til þeirra í lok dags. „Við sóttum um fé til að sjá um námsráðgjöf á Kvíabryggju. Málavextir eru þeir að námsráðgjafi sem á að anna Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju kemst ekki yfir verkefnin. Hún hefur nóg með að keyra á milli Litla-Hrauns og Sogns til að veita ráðgjöf og er auðvitað eins og hefur verið sagt frá í fréttum aðeins í hálfri stöðu frá FSu. Þessi málaflokkur hefur verið skorinn niður.Helga Lind vill ekki bregðast föngum á Kvíabryggju og aðstoðar þá í sjálfboðavinnu.Fara aftarlega í röðinaHelga Lind segir óvissu fanga enn meiri en áður. Fyrir liggi að ekki verði greitt fyrir námsráðgjöf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga eftir áramót. Þá hafi fangar ekki fengið skýr svör um það hvort þeir lenda í biðröð eftir plássi í framhaldsskóla vegna aldurstakmarkana sem verða settar. „Það er búið að láta mig vita af því að það verður ekkert greitt eftir áramót í þessa stöðu. Það eru nýir fangar að koma til afplánunar á Kvíabryggju innan skamms. Hvaða svör fá þeir? Þau eru engin mér vitandi og það er óásættanlegt. Ef þú ætlar að gefa föngum von, þá verða þeir að hafa markmið. Það bíður ekki neitt eftir þeim. Þeir fara aftarlega í röðina þegar kemur að plássum í framhaldsskóla því nýnemar ganga fyrir, átján ára og yngri.“Einmanalegur tími Í Fréttablaðinu hefur nýverið verið fjallað um mismunun fanga eftir því hvar þeir afplána dóma sína og rætt við Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur, aðferðafræðikennara við Háskóla Íslands, um lögbundinn rétt fanga til náms. Umfjöllunin varpaði ljósi á misjafnan aðbúnað fanga til náms og hversu miklu máli það skiptir að vinna betur að málaflokknum. Inga Guðrún fylgdi eftir átta föngum í rannsókn sinni á aðbúnaði fanga í námi. Einn þeirra segir hér frá reynslu sinni. Hann kýs að koma fram nafnlaust vegna þess að hann óttast atvinnuöryggi sitt og vill hlífa fjölskyldu sinni við áreiti.Tíminn lengi að líðaFanginn sem um ræðir hafði óvanalega traustan grunn. Hann hafði lokið framhaldsskólaprófi. Ekkert háskólanám var í boði þegar hann hóf afplánun og því ákvað hann að hefja undirbúning að því til að sitja ekki iðjulaus. „Fljótlega eftir að ég kom á Litla-Hraun sóttist ég eftir frekara námi á framhaldsskólastigi, enda var ekki háskólanám í neinu formi í boði á þeim tíma sem ég var í afplánun, aðallega til að búa mig undir háskólanám sem ég vonaðist eftir að myndi verða í boði síðar í afplánun minni eða þegar ég lyki afplánun. Ég tók kúrsa í náttúrufræði og raungreinum. Það gekk vel og ég safnaði fullt af einingum. Þar sem tíminn í afplánun er lengi að líða og getur verið einmanalegur er best að hafa eitthvað fyrir stafni til að láta tímann líða og til að staðna ekki á meðan. Í seinni hluta afplánunar minnar gafst mér kostur á að stunda fjarnám við háskóla, sem ég gerði en á enn ólokið því námi.“Lítill aðgangur að neti Spurður um hindranir í námi nefnir hann að aðgangur að neti hafi verið takmarkaður. „Þegar ég var í afplánun voru aðstæður ekki góðar til náms í háskóla. Aðgengi að netinu var mjög takmarkað og það er lítil sem engin aðstoð í þannig námi. Mér skilst að það hafi breyst eitthvað, enda hafa nokkrir stundað háskólanám í afplánun eftir að ég lauk afplánun en hvort þeir hafa lokið námi eður ei veit ég ekki.“Aðstoð langt fram á kvöldFanginn nefnir að hann viti til þess að námsráðgjafi á Litla-Hrauni sem nú hefur hætt störfum hafi unnið langtum meira en til var ætlast vegna brýnnar þarfar þótt hún hafi ekki fengið greitt fyrir þá vinnu. „Hún aðstoðaði nemendur fram á kvöld eftir að hefðbundnum skóladegi lauk, tók símaviðtöl utan vinnutíma og kom í fangelsið vegna sérstakra aðstæðna utan vinnutíma til þess eins að veita nemendum bestu mögulegu aðstoð.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira