Námsráðgjafi hjálpar föngum í frítíma sínum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Afplánun er einmanalegur tími. Margir fangar vilja nýta tímann til náms. FRÉTTABLAÐIÐ/ Pétur „Ég kem við hjá þeim á leiðinni heim eftir vinnu,“ segir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem vill ekki bregðast þeim föngum sem þurfa námsráðgjöf á Kvíabryggju en fá ekki vegna fjárskorts og leggur því lykkju á leið sína til þeirra í lok dags. „Við sóttum um fé til að sjá um námsráðgjöf á Kvíabryggju. Málavextir eru þeir að námsráðgjafi sem á að anna Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju kemst ekki yfir verkefnin. Hún hefur nóg með að keyra á milli Litla-Hrauns og Sogns til að veita ráðgjöf og er auðvitað eins og hefur verið sagt frá í fréttum aðeins í hálfri stöðu frá FSu. Þessi málaflokkur hefur verið skorinn niður.Helga Lind vill ekki bregðast föngum á Kvíabryggju og aðstoðar þá í sjálfboðavinnu.Fara aftarlega í röðinaHelga Lind segir óvissu fanga enn meiri en áður. Fyrir liggi að ekki verði greitt fyrir námsráðgjöf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga eftir áramót. Þá hafi fangar ekki fengið skýr svör um það hvort þeir lenda í biðröð eftir plássi í framhaldsskóla vegna aldurstakmarkana sem verða settar. „Það er búið að láta mig vita af því að það verður ekkert greitt eftir áramót í þessa stöðu. Það eru nýir fangar að koma til afplánunar á Kvíabryggju innan skamms. Hvaða svör fá þeir? Þau eru engin mér vitandi og það er óásættanlegt. Ef þú ætlar að gefa föngum von, þá verða þeir að hafa markmið. Það bíður ekki neitt eftir þeim. Þeir fara aftarlega í röðina þegar kemur að plássum í framhaldsskóla því nýnemar ganga fyrir, átján ára og yngri.“Einmanalegur tími Í Fréttablaðinu hefur nýverið verið fjallað um mismunun fanga eftir því hvar þeir afplána dóma sína og rætt við Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur, aðferðafræðikennara við Háskóla Íslands, um lögbundinn rétt fanga til náms. Umfjöllunin varpaði ljósi á misjafnan aðbúnað fanga til náms og hversu miklu máli það skiptir að vinna betur að málaflokknum. Inga Guðrún fylgdi eftir átta föngum í rannsókn sinni á aðbúnaði fanga í námi. Einn þeirra segir hér frá reynslu sinni. Hann kýs að koma fram nafnlaust vegna þess að hann óttast atvinnuöryggi sitt og vill hlífa fjölskyldu sinni við áreiti.Tíminn lengi að líðaFanginn sem um ræðir hafði óvanalega traustan grunn. Hann hafði lokið framhaldsskólaprófi. Ekkert háskólanám var í boði þegar hann hóf afplánun og því ákvað hann að hefja undirbúning að því til að sitja ekki iðjulaus. „Fljótlega eftir að ég kom á Litla-Hraun sóttist ég eftir frekara námi á framhaldsskólastigi, enda var ekki háskólanám í neinu formi í boði á þeim tíma sem ég var í afplánun, aðallega til að búa mig undir háskólanám sem ég vonaðist eftir að myndi verða í boði síðar í afplánun minni eða þegar ég lyki afplánun. Ég tók kúrsa í náttúrufræði og raungreinum. Það gekk vel og ég safnaði fullt af einingum. Þar sem tíminn í afplánun er lengi að líða og getur verið einmanalegur er best að hafa eitthvað fyrir stafni til að láta tímann líða og til að staðna ekki á meðan. Í seinni hluta afplánunar minnar gafst mér kostur á að stunda fjarnám við háskóla, sem ég gerði en á enn ólokið því námi.“Lítill aðgangur að neti Spurður um hindranir í námi nefnir hann að aðgangur að neti hafi verið takmarkaður. „Þegar ég var í afplánun voru aðstæður ekki góðar til náms í háskóla. Aðgengi að netinu var mjög takmarkað og það er lítil sem engin aðstoð í þannig námi. Mér skilst að það hafi breyst eitthvað, enda hafa nokkrir stundað háskólanám í afplánun eftir að ég lauk afplánun en hvort þeir hafa lokið námi eður ei veit ég ekki.“Aðstoð langt fram á kvöldFanginn nefnir að hann viti til þess að námsráðgjafi á Litla-Hrauni sem nú hefur hætt störfum hafi unnið langtum meira en til var ætlast vegna brýnnar þarfar þótt hún hafi ekki fengið greitt fyrir þá vinnu. „Hún aðstoðaði nemendur fram á kvöld eftir að hefðbundnum skóladegi lauk, tók símaviðtöl utan vinnutíma og kom í fangelsið vegna sérstakra aðstæðna utan vinnutíma til þess eins að veita nemendum bestu mögulegu aðstoð.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
„Ég kem við hjá þeim á leiðinni heim eftir vinnu,“ segir Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem vill ekki bregðast þeim föngum sem þurfa námsráðgjöf á Kvíabryggju en fá ekki vegna fjárskorts og leggur því lykkju á leið sína til þeirra í lok dags. „Við sóttum um fé til að sjá um námsráðgjöf á Kvíabryggju. Málavextir eru þeir að námsráðgjafi sem á að anna Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju kemst ekki yfir verkefnin. Hún hefur nóg með að keyra á milli Litla-Hrauns og Sogns til að veita ráðgjöf og er auðvitað eins og hefur verið sagt frá í fréttum aðeins í hálfri stöðu frá FSu. Þessi málaflokkur hefur verið skorinn niður.Helga Lind vill ekki bregðast föngum á Kvíabryggju og aðstoðar þá í sjálfboðavinnu.Fara aftarlega í röðinaHelga Lind segir óvissu fanga enn meiri en áður. Fyrir liggi að ekki verði greitt fyrir námsráðgjöf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga eftir áramót. Þá hafi fangar ekki fengið skýr svör um það hvort þeir lenda í biðröð eftir plássi í framhaldsskóla vegna aldurstakmarkana sem verða settar. „Það er búið að láta mig vita af því að það verður ekkert greitt eftir áramót í þessa stöðu. Það eru nýir fangar að koma til afplánunar á Kvíabryggju innan skamms. Hvaða svör fá þeir? Þau eru engin mér vitandi og það er óásættanlegt. Ef þú ætlar að gefa föngum von, þá verða þeir að hafa markmið. Það bíður ekki neitt eftir þeim. Þeir fara aftarlega í röðina þegar kemur að plássum í framhaldsskóla því nýnemar ganga fyrir, átján ára og yngri.“Einmanalegur tími Í Fréttablaðinu hefur nýverið verið fjallað um mismunun fanga eftir því hvar þeir afplána dóma sína og rætt við Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur, aðferðafræðikennara við Háskóla Íslands, um lögbundinn rétt fanga til náms. Umfjöllunin varpaði ljósi á misjafnan aðbúnað fanga til náms og hversu miklu máli það skiptir að vinna betur að málaflokknum. Inga Guðrún fylgdi eftir átta föngum í rannsókn sinni á aðbúnaði fanga í námi. Einn þeirra segir hér frá reynslu sinni. Hann kýs að koma fram nafnlaust vegna þess að hann óttast atvinnuöryggi sitt og vill hlífa fjölskyldu sinni við áreiti.Tíminn lengi að líðaFanginn sem um ræðir hafði óvanalega traustan grunn. Hann hafði lokið framhaldsskólaprófi. Ekkert háskólanám var í boði þegar hann hóf afplánun og því ákvað hann að hefja undirbúning að því til að sitja ekki iðjulaus. „Fljótlega eftir að ég kom á Litla-Hraun sóttist ég eftir frekara námi á framhaldsskólastigi, enda var ekki háskólanám í neinu formi í boði á þeim tíma sem ég var í afplánun, aðallega til að búa mig undir háskólanám sem ég vonaðist eftir að myndi verða í boði síðar í afplánun minni eða þegar ég lyki afplánun. Ég tók kúrsa í náttúrufræði og raungreinum. Það gekk vel og ég safnaði fullt af einingum. Þar sem tíminn í afplánun er lengi að líða og getur verið einmanalegur er best að hafa eitthvað fyrir stafni til að láta tímann líða og til að staðna ekki á meðan. Í seinni hluta afplánunar minnar gafst mér kostur á að stunda fjarnám við háskóla, sem ég gerði en á enn ólokið því námi.“Lítill aðgangur að neti Spurður um hindranir í námi nefnir hann að aðgangur að neti hafi verið takmarkaður. „Þegar ég var í afplánun voru aðstæður ekki góðar til náms í háskóla. Aðgengi að netinu var mjög takmarkað og það er lítil sem engin aðstoð í þannig námi. Mér skilst að það hafi breyst eitthvað, enda hafa nokkrir stundað háskólanám í afplánun eftir að ég lauk afplánun en hvort þeir hafa lokið námi eður ei veit ég ekki.“Aðstoð langt fram á kvöldFanginn nefnir að hann viti til þess að námsráðgjafi á Litla-Hrauni sem nú hefur hætt störfum hafi unnið langtum meira en til var ætlast vegna brýnnar þarfar þótt hún hafi ekki fengið greitt fyrir þá vinnu. „Hún aðstoðaði nemendur fram á kvöld eftir að hefðbundnum skóladegi lauk, tók símaviðtöl utan vinnutíma og kom í fangelsið vegna sérstakra aðstæðna utan vinnutíma til þess eins að veita nemendum bestu mögulegu aðstoð.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira