Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 09:51 vísir/stefán Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að á fundinum verði kynnt lög á yfirvofandi allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna sem hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Þó er ekki talið útilokað að boðað verði til auka ríkisstjórnarfundar síðar í dag þar sem málið verður rætt. Sömu heimildir herma að lögin verði þó ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en í fyrramálið og þá væntanlega afgreidd samdægurs. Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna við Isavia eru komnar í algjöran hnút. Tími skæruverkfalla er liðinn og bendir allt til þess að allsherjarverkfall muni skella á í nótt. Deilendur sátu við samningaborðið fram eftir nóttu og lauk fundi þeirra, án árangurs, klukkan sjö í morgun. Komi til verkfalls á morgun munu flugsamgöngur til og frá Íslandi lamast.Kristján Jóhannesson, formaður félags flugmálastarfsmanna, segir að flugmálastarfsmenn hafi gefið út aðgerðaráætlun fyrir nokkrum vikum og síðan þá farið í þrjú skammtímaverkföll og nú sé komið að boðuðu allsherjarverkfalli, þar sem samningar hafa ekki tekist. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að afboða það eða fresta því,“ sagði Kristján í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hann að búið sé að slíta viðræðunum í bili en sennilega verði aftur sest við samningaborðið í dag. Fyrsta apríl setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi. Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 „Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að á fundinum verði kynnt lög á yfirvofandi allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna sem hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Þó er ekki talið útilokað að boðað verði til auka ríkisstjórnarfundar síðar í dag þar sem málið verður rætt. Sömu heimildir herma að lögin verði þó ekki lögð fyrir Alþingi fyrr en í fyrramálið og þá væntanlega afgreidd samdægurs. Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna við Isavia eru komnar í algjöran hnút. Tími skæruverkfalla er liðinn og bendir allt til þess að allsherjarverkfall muni skella á í nótt. Deilendur sátu við samningaborðið fram eftir nóttu og lauk fundi þeirra, án árangurs, klukkan sjö í morgun. Komi til verkfalls á morgun munu flugsamgöngur til og frá Íslandi lamast.Kristján Jóhannesson, formaður félags flugmálastarfsmanna, segir að flugmálastarfsmenn hafi gefið út aðgerðaráætlun fyrir nokkrum vikum og síðan þá farið í þrjú skammtímaverkföll og nú sé komið að boðuðu allsherjarverkfalli, þar sem samningar hafa ekki tekist. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að afboða það eða fresta því,“ sagði Kristján í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hann að búið sé að slíta viðræðunum í bili en sennilega verði aftur sest við samningaborðið í dag. Fyrsta apríl setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi.
Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 „Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25
„Menn fara ekki út í þær aðgerðir að boða verkfall af gamni sínu“ „Það er búið að slíta viðræðunum í bili,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 29. apríl 2014 09:33
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01
Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56
Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15
Lög líklega sett á verkfall Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum. 26. apríl 2014 07:00