Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 07:51 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira. Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira.
Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira