Lífið

Mæmar eins og enginn sé morgundagurinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Emma Stone var gestur spjallþáttakóngsins Jimmy Fallon á mánudagskvöldið.

Emma keppti við Jimmy í svokallaðri mæmkeppni og fór vægast sagt á kostum eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrsta lagið sem hún tók var Hook með Blues Traveler og seinna All I Do Is Win með DJ Khaled. 

Jimmy tók lögin Fancy með Iggy Azalea og Mr. Roboto með byStyx og var ekki síðri en Emma.

Emma er ekki fyrsta stjarnan til að slá í gegn í keppninni og hafa til að mynda leikarinn Paul Rudd og spéfuglinn Stephen Merchant slegið í gegn í mæminu hjá Jimmy.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.