Fótbolti

Hólmfríður og Þórunn spiluðu í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður og Þórunn voru í eldlínunni í dag.
Hólmfríður og Þórunn voru í eldlínunni í dag. Vísir/Twitter
Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir spiluðu allan leikinn í sigri Avaldnes á Grand Bodo í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Avaldsnes fékk betri færi. Þær náðu að nýta eitt af færum sínum, en markið kom ekki fyrr en á 72. mínútu þegar Cecile Pederson skoraði sigurmarkið.

Avaldsnes er eftir leiki dagsins í sjötta sæti deildarinnar, en Grand Bodo berst við falldrauginn; er í tólfta sæti af tólf.

Klepp tapaði 2-1 gegn Trondheims Örn, en FH-ingurinn Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp. Klepp er í níunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×