Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 11:13 Frá vettvangi í gær. Myndir / Jón Guðbjörn á Litla Hjalla Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“ Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“
Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53