Nadal missti sig og Sharapova úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 11:15 Rafael Nadal gjóar augum sínum í áttina til dómara leiksins. Vísir/AFP Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið. Nadal missti stjórn á skapi sínu í leiknum í nótt eftir að hafa verið áminntur fyrir að tefja leik. Spánverjinn er þekktur fyrir að gefa sér tíma í uppgjafir sínar. Grískur dómari leiksins ákvað að taka á málinu þegar staðan var 4-4 og 40-40 í þriðja setti. Nadal trylltist og grýtti tennisbolta af því tilefni. Nishikori nýtti sér uppnám Nadal, vann næstu tvö stig, og náði forystu í settinu. Spánverjinn sneri hins vegar við blaðinu í settinu og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með 7-6, 7-5 og 7-6 sigri. Nadal sagðist í viðtali eftir leikinn vera ósáttur við dómarann. Vissulega gæti hann refsað honum fyrir leiktöf en það væri ekki í þágu leiksins eða áhorfenda. Hann myndi þó passa sig í framtíðinni.Maria Sharapova beið lægri hlut gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í þremur settum, 3-6, 6-4 og 6-1. Sharapova, sem vann sigur á mótinu árið 2008, sagðist í leikslok að hún ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir axlarmeiðsli síðasta árs. Þá var Roger Federer að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum eftir öruggan sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga 6-3, 7-5 og 6-4.Opna ástralska mótið er í beinni útsendingu á Eurosport í Fjölvarpi Stöðvar 2.Federer og Tsonga fallast í faðma eftir leikinn í morgun.Mynd/Heimasíða Federer Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira
Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið. Nadal missti stjórn á skapi sínu í leiknum í nótt eftir að hafa verið áminntur fyrir að tefja leik. Spánverjinn er þekktur fyrir að gefa sér tíma í uppgjafir sínar. Grískur dómari leiksins ákvað að taka á málinu þegar staðan var 4-4 og 40-40 í þriðja setti. Nadal trylltist og grýtti tennisbolta af því tilefni. Nishikori nýtti sér uppnám Nadal, vann næstu tvö stig, og náði forystu í settinu. Spánverjinn sneri hins vegar við blaðinu í settinu og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með 7-6, 7-5 og 7-6 sigri. Nadal sagðist í viðtali eftir leikinn vera ósáttur við dómarann. Vissulega gæti hann refsað honum fyrir leiktöf en það væri ekki í þágu leiksins eða áhorfenda. Hann myndi þó passa sig í framtíðinni.Maria Sharapova beið lægri hlut gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í þremur settum, 3-6, 6-4 og 6-1. Sharapova, sem vann sigur á mótinu árið 2008, sagðist í leikslok að hún ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir axlarmeiðsli síðasta árs. Þá var Roger Federer að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum eftir öruggan sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga 6-3, 7-5 og 6-4.Opna ástralska mótið er í beinni útsendingu á Eurosport í Fjölvarpi Stöðvar 2.Federer og Tsonga fallast í faðma eftir leikinn í morgun.Mynd/Heimasíða Federer
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira