Nadal missti sig og Sharapova úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 11:15 Rafael Nadal gjóar augum sínum í áttina til dómara leiksins. Vísir/AFP Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið. Nadal missti stjórn á skapi sínu í leiknum í nótt eftir að hafa verið áminntur fyrir að tefja leik. Spánverjinn er þekktur fyrir að gefa sér tíma í uppgjafir sínar. Grískur dómari leiksins ákvað að taka á málinu þegar staðan var 4-4 og 40-40 í þriðja setti. Nadal trylltist og grýtti tennisbolta af því tilefni. Nishikori nýtti sér uppnám Nadal, vann næstu tvö stig, og náði forystu í settinu. Spánverjinn sneri hins vegar við blaðinu í settinu og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með 7-6, 7-5 og 7-6 sigri. Nadal sagðist í viðtali eftir leikinn vera ósáttur við dómarann. Vissulega gæti hann refsað honum fyrir leiktöf en það væri ekki í þágu leiksins eða áhorfenda. Hann myndi þó passa sig í framtíðinni.Maria Sharapova beið lægri hlut gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í þremur settum, 3-6, 6-4 og 6-1. Sharapova, sem vann sigur á mótinu árið 2008, sagðist í leikslok að hún ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir axlarmeiðsli síðasta árs. Þá var Roger Federer að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum eftir öruggan sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga 6-3, 7-5 og 6-4.Opna ástralska mótið er í beinni útsendingu á Eurosport í Fjölvarpi Stöðvar 2.Federer og Tsonga fallast í faðma eftir leikinn í morgun.Mynd/Heimasíða Federer Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið. Nadal missti stjórn á skapi sínu í leiknum í nótt eftir að hafa verið áminntur fyrir að tefja leik. Spánverjinn er þekktur fyrir að gefa sér tíma í uppgjafir sínar. Grískur dómari leiksins ákvað að taka á málinu þegar staðan var 4-4 og 40-40 í þriðja setti. Nadal trylltist og grýtti tennisbolta af því tilefni. Nishikori nýtti sér uppnám Nadal, vann næstu tvö stig, og náði forystu í settinu. Spánverjinn sneri hins vegar við blaðinu í settinu og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með 7-6, 7-5 og 7-6 sigri. Nadal sagðist í viðtali eftir leikinn vera ósáttur við dómarann. Vissulega gæti hann refsað honum fyrir leiktöf en það væri ekki í þágu leiksins eða áhorfenda. Hann myndi þó passa sig í framtíðinni.Maria Sharapova beið lægri hlut gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í þremur settum, 3-6, 6-4 og 6-1. Sharapova, sem vann sigur á mótinu árið 2008, sagðist í leikslok að hún ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir axlarmeiðsli síðasta árs. Þá var Roger Federer að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum eftir öruggan sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga 6-3, 7-5 og 6-4.Opna ástralska mótið er í beinni útsendingu á Eurosport í Fjölvarpi Stöðvar 2.Federer og Tsonga fallast í faðma eftir leikinn í morgun.Mynd/Heimasíða Federer
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira