Fótbolti

Ari Freyr fyrirliði og Jón Daði byrjar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands í æfingaleiknum gegn Svíum í Abu Dhabi á morgun.

Ari Freyr Skúlason verður á sínum stað í vinstri bakverði og mun bera fyrirliðabandið. Fimm öftustu hafa verið fastir gestir í landsliðshópi Íslands í tíð Heimis og Lars ef frá er talinn reynsluboltinn Indriði Sigurðsson sem mættur er aftur til leiks.

Á miðjunni og frammi er reynslan öllu minni. Nýliðarnir fimm í hópnum byrja allir á bekknum. Byrjunarliðið má sjá hér að neðan:

Hannes Þór Halldórsson

Ari Freyr Skúlason (Fyrirliði)

Indriði Sigurdsson

Hallgrímur Jónasson

Birkir Sævarsson

Matthías Vilhjálmsson

Theodór Elmar Bjarnason

Haukur Páll Sigurðsson

Steinþór Freyr Þorsteinsson

Jón Daði Böðvarsson

Arnór Smárason

Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×