Fótbolti

Fimm nýliðar í landsliðinu | Gunnleifur ekki valinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa tilkynnt 20 manna landsliðshóp sem mætir Svíum í æfingaleik í Abú Dabí þann 21. janúar næstkomandi.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, er ekki valinn að þessu sinni en Rúnar Alex Rúnarsson, KR-ingur og leikmaður U-21 landsliðsins, fær tækifærið nú ásamt Hannesi Þór Halldórssyni.

Alls eru fimm nýliðar valdir að í hópinn en þar sem leikurinn fer ekki fram á alþjóðlegum leikdegi var aðeins hægt að velja leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.

Sverrir Ingi Ingason, Björn Daníel Sverrisson, Guðmundur Þórarinsson og Kristján Gauti Emilsson eru nýliðarnir í hópnum auk Rúnars Alex Rúnarssonar.

Jóhann Laxdal, Kristinn Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Guðjón Baldvinsson hafa leikið ýmist einn eða tvo A-landsleiki á ferlinum og eru valdir nú.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf

Rúnar Alex Rúnarsson, KR

Varnarmenn:

Indriði Sigurðsson, Viking FK

Birkir Már Sævarsson, Brann

Ari Freyr Skúlason, OB

Hallgrímur Jónasson, SönderjyskE

Kristinn Jónsson, Brommapojkarna

Jóhann Laxdal, Stjörnunni

Sverrir Ingi Ingason, Viking

Miðjumenn:

Theódór Elmar Bjarnason, Randers

Guðmundur Kristjánsson, Start

Steinþór Freyr Þorsteinsson, Viking

Haukur Páll Sigurðsson, Val

Jón Daði Böðvarsson, Viking

Björn Daníel Sverrisson, Viking

Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg

Sóknarmenn:

Arnór Smárason, Helsingborg

Matthías Vilhjálmsson, Start

Guðjón Baldvinsson, Halmstad

Kristján Gauti Emilsson, FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×