Tíska og hönnun

Fær innblástur úr þokunni á Djúpavogi

Hildur Björk
Hildur Björk Visir/Óskar Ragnarsson
„Ég hef alltaf verið svolítið hrifin af dulúðinni og því sem er ævintýralegt,“ segir Hildur Björk Þorsteinsdóttir, grafískur hönnuður og teiknari, sem flutti úr borginni fyrir rúmum fjórum árum í friðsældina austur á Djúpavogi.

Hún teiknar litríkar og ævintýralegar myndir undir nafninu Hildur Björk Art&Design. „Ég hef verið að teikna mjög lengi, en ég var í heilt ár að þróa þennan poppsúrrealíska stíl sem ég teikna í, en það eru ekki margir sem teikna í þessum stíl,“ segir Hildur, sem lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands.

Hún hefur mikinn áhuga á barnabókum og myndmáli í þeim en hún hefur sjálf myndskreytt barnabækur. „Það hefur alltaf heillað mig svolítið þetta barnslega og ævintýralega. Eftir að ég flutti hingað hefur náttúran veitt mér mikinn innblástur,“ segir Hildur og rifjar upp að fyrst þegar hún flutti hafi verið þykk þoka yfir öllu í mánuð.

„Þetta allt veitti mér líka innblástur til þess að teikna meira íslenskt, eins og refinn okkar sem ég er að vinna með núna,“ segir hún.

Áhugasamir geta nálgast myndir Hildar á Facebook-síðunni Hildur Björk Art&Design.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.