Gekk eins og í sögu Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. nóvember 2014 13:00 Láki og Félagar, sigurvegarar Allir lesa, frá vinstri: Ásdís Margrét Magnúsdóttir, Ólína Kristín Jónsdóttir, Aðalheiður Hallgrímsdóttir og Unnur Helga Jónsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur „Þetta hefur gengið vonum framar, viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar,“ segir Eyvindur Karlsson, kynningarfulltrúi Allir lesa, landsleiksins í lestri sem lauk á sunnudag á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fór fram á lestrarvefnum allirlesa.is en hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hópar af öllum stærðum og gerðum lásu til sigurs en á þeim fjórum vikum sem keppnin stóð skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir alls. „Það hafa verið mjög fjölbreytt lið sem voru stofnuð, bæði eru það áhugamál og sömuleiðis vinnustaðir og skólar sem sameinuðu lið. Þessu hefur verið rosalega vel tekið af öllum aldurshópum og úti um allt land,“ segir Eyvindur. Ýmsar athyglisverðar tölur komu fram í keppninni. Konur skráðu nær ¾ af öllum lestrinum, lestur barna á aldrinum 0-15 ára var alls um 40% af heildarlestrinum í keppninni og íbúar Vestmannaeyja lásu mest af öllum sveitarfélögum. „Skólarnir voru mjög öflugir sem skýrir að einhverju leyti hvað börnin eru stór hluti, svo er spurning hvað veldur þessari kynjaslagsíðu. Maður gerir frekar ráð fyrir að það sé aðeins jafnara hlutfall á milli kynjanna almennt.“ Að sögn Eyvindar er síðan enn nothæf þó að keppni sé lokið. „Margir monta sig af íþróttaiðkun sinni á netinu þar sem þeir skrá alla hreyfingu og svoleiðis, þetta er bara þannig fyrir lestur. Þú getur séð hvað þú lest mikið og hverjar þínar lestrarvenjur eru. Keppnin heldur áfram og það er aldrei að vita nema að það bætist við notagildið á vefnum.“ Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Þetta hefur gengið vonum framar, viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar,“ segir Eyvindur Karlsson, kynningarfulltrúi Allir lesa, landsleiksins í lestri sem lauk á sunnudag á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fór fram á lestrarvefnum allirlesa.is en hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hópar af öllum stærðum og gerðum lásu til sigurs en á þeim fjórum vikum sem keppnin stóð skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir alls. „Það hafa verið mjög fjölbreytt lið sem voru stofnuð, bæði eru það áhugamál og sömuleiðis vinnustaðir og skólar sem sameinuðu lið. Þessu hefur verið rosalega vel tekið af öllum aldurshópum og úti um allt land,“ segir Eyvindur. Ýmsar athyglisverðar tölur komu fram í keppninni. Konur skráðu nær ¾ af öllum lestrinum, lestur barna á aldrinum 0-15 ára var alls um 40% af heildarlestrinum í keppninni og íbúar Vestmannaeyja lásu mest af öllum sveitarfélögum. „Skólarnir voru mjög öflugir sem skýrir að einhverju leyti hvað börnin eru stór hluti, svo er spurning hvað veldur þessari kynjaslagsíðu. Maður gerir frekar ráð fyrir að það sé aðeins jafnara hlutfall á milli kynjanna almennt.“ Að sögn Eyvindar er síðan enn nothæf þó að keppni sé lokið. „Margir monta sig af íþróttaiðkun sinni á netinu þar sem þeir skrá alla hreyfingu og svoleiðis, þetta er bara þannig fyrir lestur. Þú getur séð hvað þú lest mikið og hverjar þínar lestrarvenjur eru. Keppnin heldur áfram og það er aldrei að vita nema að það bætist við notagildið á vefnum.“
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira