Sterkar stelpur þora að vera þær sjálfar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2014 09:30 Ingunn Anna, Lilja Hrund og Urður Helga tóku viðtöl við konur sem þær líta upp til. Vísir/Valli Urður Helga Gísladóttir, Lilja Hrund Lúðvíksdóttir og Ingunn Anna Kristinsdóttir sigruðu í myndbandakeppni sem haldin var af Þróunarsamvinnustofnun Íslands í tengslum við átakið Sterkar stelpur sem stóð frá 6. til 11. október. Stelpur, hvað eruð þið gamlar og í hvaða skóla eruð þið? „Við erum allar fimmtán ára og erum í Garðaskóla í Garðabæ.“ Hvernig kom það til að þið tókuð þátt í myndbandakeppninni Sterkar stelpur? „Við rákumst á grein um keppnina í Fréttablaðinu og vissum að við gætum skilað af okkur góðu verkefni og ákváðum að slá til.“ Hafið þið gert myndbönd áður? „Ekki af neinni alvöru en höfum samt fengið smá æfingu í skólanum.“ Hver átti hugmyndina að efni myndbandsins og hversu langt er það? „Við vissum strax að við vildum taka viðtöl en svo púslaðist þetta allt saman þegar leið á vinnuna. Við tókum samtals upp einn og hálfan klukkutíma af efni sem við styttum svo niður í fjórar mínútur.“ Fannst ykkur þetta skemmtilegt verkefni? „Það gekk svona upp og ofan en þegar upp er staðið erum við ánægðar með útkomuna.“ Hvernig völduð þið viðmælendur í myndbandið? „Við vildum taka viðtöl við konur sem höfðu náð árangri á sínu sviði. Svo bara notuðum við tengslin sem við höfðum og sendum tölvupósta á þær. Síðan mæltum við okkur mót við þær sem samþykktu og höfðu tíma til.“ Lærðuð þið eitthvað af konunum sem þið töluðuð við? „Við lítum allar mikið upp til þessara kvenna. Þær hafa náð árangri og sýna vel hvað það er að vera sterk stelpa og bara sterk manneskja. Það hefur miklu meiri áhrif á mann að heyra hvað þær hafa að segja í eigin persónu en í gegnum fjölmiðla.“ Hvernig verða stelpur sterkar að ykkar áliti? „Okkur finnst skilgreiningin á sterkri manneskju það að vera hugrakkur, þora að vera maður sjálfur og að gera það sem maður vill þrátt fyrir skoðanir annarra. Menningarlegur og félagslegur bakgrunnur skiptir samt auðvitað máli og persónuleiki manneskjunnar líka. Það eru samt allir sterkir á sinn hátt þó að við skilgreinum hugtakið svona.“ Gerði þetta verkefni ykkur að sterkari stelpum en áður? „Öll verkefni sem við skilum af okkur á lífsleiðinni og allar hindranir sem við yfirstígum gera okkur að sterkari manneskjum, þar með talið þetta myndband.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Urður Helga Gísladóttir, Lilja Hrund Lúðvíksdóttir og Ingunn Anna Kristinsdóttir sigruðu í myndbandakeppni sem haldin var af Þróunarsamvinnustofnun Íslands í tengslum við átakið Sterkar stelpur sem stóð frá 6. til 11. október. Stelpur, hvað eruð þið gamlar og í hvaða skóla eruð þið? „Við erum allar fimmtán ára og erum í Garðaskóla í Garðabæ.“ Hvernig kom það til að þið tókuð þátt í myndbandakeppninni Sterkar stelpur? „Við rákumst á grein um keppnina í Fréttablaðinu og vissum að við gætum skilað af okkur góðu verkefni og ákváðum að slá til.“ Hafið þið gert myndbönd áður? „Ekki af neinni alvöru en höfum samt fengið smá æfingu í skólanum.“ Hver átti hugmyndina að efni myndbandsins og hversu langt er það? „Við vissum strax að við vildum taka viðtöl en svo púslaðist þetta allt saman þegar leið á vinnuna. Við tókum samtals upp einn og hálfan klukkutíma af efni sem við styttum svo niður í fjórar mínútur.“ Fannst ykkur þetta skemmtilegt verkefni? „Það gekk svona upp og ofan en þegar upp er staðið erum við ánægðar með útkomuna.“ Hvernig völduð þið viðmælendur í myndbandið? „Við vildum taka viðtöl við konur sem höfðu náð árangri á sínu sviði. Svo bara notuðum við tengslin sem við höfðum og sendum tölvupósta á þær. Síðan mæltum við okkur mót við þær sem samþykktu og höfðu tíma til.“ Lærðuð þið eitthvað af konunum sem þið töluðuð við? „Við lítum allar mikið upp til þessara kvenna. Þær hafa náð árangri og sýna vel hvað það er að vera sterk stelpa og bara sterk manneskja. Það hefur miklu meiri áhrif á mann að heyra hvað þær hafa að segja í eigin persónu en í gegnum fjölmiðla.“ Hvernig verða stelpur sterkar að ykkar áliti? „Okkur finnst skilgreiningin á sterkri manneskju það að vera hugrakkur, þora að vera maður sjálfur og að gera það sem maður vill þrátt fyrir skoðanir annarra. Menningarlegur og félagslegur bakgrunnur skiptir samt auðvitað máli og persónuleiki manneskjunnar líka. Það eru samt allir sterkir á sinn hátt þó að við skilgreinum hugtakið svona.“ Gerði þetta verkefni ykkur að sterkari stelpum en áður? „Öll verkefni sem við skilum af okkur á lífsleiðinni og allar hindranir sem við yfirstígum gera okkur að sterkari manneskjum, þar með talið þetta myndband.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira