Lífið

París norðursins tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Hafsteinn er hæstánægður með tilnefninguna.
Hafsteinn er hæstánægður með tilnefninguna.
„Þetta er mjög spennandi og mjög gaman að vera í þessu samhengi,“ segir Hafstein Gunnar Sigurðsson, en kvikmynd hans, París norðursins, hefur verið tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandans geðþekka Roger Ebert.

Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur myndarinnar, verður viðstaddur sýninguna. Eftir Chicago verður myndin sýnd á kvikmyndahátíð í Tyrklandi og kvikmyndahátíðinni í São Paulo í Brasilíu.

Roger Ebert var bæði kynnir og dómnefndarmeðlimur á kvikmyndahátíðinni í Chicago þar til hann lést en hátíðin er elsta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku. Ebert lést í fyrra en hann var duglegur að gera ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum hátt undir höfði. Til dæmis hjálpaði hann leikstjórunum Spike Lee og Martin Scorsese gríðarlega með því að skrifa vel um myndirnar þeirra snemma á ferli þeirra.

Verðlaunin verða veitt upprennandi kvikmyndagerðarmönnum með „ferska og óbilgjarna sýn“. Þá munu allar myndirnar sem tilnefndar eru taka þátt í keppninni New Directors á hátíðinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×