Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. september 2014 13:30 Bjarki Rúnar og Addi Exos. Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á Tesor. Mynd/Einkasafn „Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“ Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við. Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“ Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við.
Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira